Viðskipti innlent

Brynjar tekur við af Skúla hjá KSK eignum

Atli Ísleifsson skrifar
Brynjar Steinarsson.
Brynjar Steinarsson.

Brynjar Steinarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteignafélagsins KSK eigna ehf. Hann mun taka við starfinu í apríl af Skúla Þ. Skúlasyni sem gengt hefur starfinu samhliða stjórnun samsteypu KSK.

Í tilkynningu kemur fram að Brynjar sé menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Kristiansand auk þess að vera útskrifaður sem kerfisfræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Árósum.

„Hann var skrifstofustjóri Kaupfélags Suðurnesja og starfaði við endurskoðun hjá Ernst & Young í Noregi.  Brynjar var aðstoðarframkvæmdastjóri Samkaupa hf og rak eigið ráðgjafarfyrirtæki um tíma.

Brynjar hefur verið framkvæmdastjóri fjármálsviðs Samkaupa frá 2010.

KSK eignir ehf eiga og reka um 30 fasteignir um allt land með um 30 þús. fermetra í útleigu,“ að því er fram kemur í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,82
11
225.684
SYN
3,65
9
11.564
ARION
1,51
50
1.351.374
EIM
1,49
5
611
KVIKA
1,43
3
32.124

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-8,33
78
16.099
SIMINN
-4,19
19
295.432
FESTI
-2,31
9
51.897
EIK
-1,66
5
23.047
SJOVA
-1,45
12
46.997
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.