Akureyri – Höfuðborg landsbyggðar? Berglind Guðmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 10:00 Á tíðum ferðum mínum til Akureyrarbæjar í æsku, með Akureyringnum honum föður mínum, átti hann pabbi til að kalla Akureyri Höfuðborg Norðurlands. Mér fannst það svosem ekkert galið, bærinn hefur allt, eða hvað? Hér er öflugur háskóli, framsækinn spítali og kraftmikið menningar- og íþróttastarf og hér er sterk tenging við sjávarútveginn og norðurslóðir. Hér ættu fleiri að vilja vera, setjast að og anda að sér fersku fjallaloftinu. En við erum í stöðugu kappi við höfuðborgarsvæðið, sér í lagi athygli stjórnmálamanna, áhuga þeirra og vilja til að efla landsbyggðirnar í verki en ekki aðeins fögrum fyrirheitum. Hlutverk sveitarfélagsins Það er hlutverk sveitarfélaganna að sinna lögmæltum verkefnum, meðal annars að reka leikskóla, grunnskóla, félagsþjónustu, þjónustu við fatlaða og svo lengi mætti telja. Þessu hlutverki verða sveitastjórnir að sinna af alúð og samviskusemi. Að hafa þessa lykilhluti í lagi skiptir máli til að gera sveitarfélögin að ákjósanlegum búsetukosti. Svo eru það önnur verkefni sem þarf til til að auka samkeppnishæfni þeirra, verkefni sem eru á herðum ríkisins. Treystum innviði Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um það markmið að treysta samráð og stuðning við sveitarfélög að því er varðar uppbyggingu innviða, byggðaþróun og fjármálaleg samskipti. Háværar kröfur um fullnægjandi flutnings- og dreifikerfi raforku hafa loksins skilað hreyfingu á málið. Þó seint sé. Ennþá háværari köll um uppbyggingu flugvallarins á Akureyri hafa fengið takmarkaðan hljómgrunn, framkvæmdir fylgja ekki fögrum fyrirheitum. Ótrúlegt þegar það liggur fyrir að svo stór innviðauppbygging mun gjörbreyta efnahagsmálum í landsbyggðunum. Ekki einungis Norðurlandi-eystra, heldur einnig Norðurlandi-vestra og um allt Austurland. Þetta snýst ekki aðeins um stórlega aukin lífsgæði, heldur einnig að halda íbúafjölda í landsbyggðunum uppi og tryggja íbúafjölgun. Mótvægi við höfuðborgina Þingmenn hafa nýlega lokið kjördæmisferðalögum sínum og ég geri fastlega ráð fyrir því að íbúar um land allt hafi gefið þeim gott veganesti fyrir störf sín á þingi. Þá er nauðsyn að velta því fyrir sér hvernig Ísland liti út ef í landsbyggðunum væru ekki öflugir byggðarkjarnar. Byggðarkjarnar sem allir eru samsettir af öflugu fólki sem gengur gjarnan skrefinu lengra fyrir byggðina sína. Þar sem frumkvöðlar leynast í hverju skúmaskoti og tækifæri til sóknar í nýsköpun eru fjölmörg. Ef hið opinbera sýnir uppbyggingu á landsbyggðunum raunverulegan áhuga, þá treystir það innviði á þar og undirbýr jarðveginn svo fólkið sjálft geti tekið til hendinni og unnið áfram að því að efla sína heimabyggð. Gefum höfuðborginni alvöru mótvægi. Styrkjum landsbyggðina til að efla sterkt höfuðborgarsvæði, án hvors annars getum við ekki verið. Skilgreinum Akureyrarbæ eða jafnvel Eyjafjarðasvæðið allt, sem höfuðborg landsbyggðanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á tíðum ferðum mínum til Akureyrarbæjar í æsku, með Akureyringnum honum föður mínum, átti hann pabbi til að kalla Akureyri Höfuðborg Norðurlands. Mér fannst það svosem ekkert galið, bærinn hefur allt, eða hvað? Hér er öflugur háskóli, framsækinn spítali og kraftmikið menningar- og íþróttastarf og hér er sterk tenging við sjávarútveginn og norðurslóðir. Hér ættu fleiri að vilja vera, setjast að og anda að sér fersku fjallaloftinu. En við erum í stöðugu kappi við höfuðborgarsvæðið, sér í lagi athygli stjórnmálamanna, áhuga þeirra og vilja til að efla landsbyggðirnar í verki en ekki aðeins fögrum fyrirheitum. Hlutverk sveitarfélagsins Það er hlutverk sveitarfélaganna að sinna lögmæltum verkefnum, meðal annars að reka leikskóla, grunnskóla, félagsþjónustu, þjónustu við fatlaða og svo lengi mætti telja. Þessu hlutverki verða sveitastjórnir að sinna af alúð og samviskusemi. Að hafa þessa lykilhluti í lagi skiptir máli til að gera sveitarfélögin að ákjósanlegum búsetukosti. Svo eru það önnur verkefni sem þarf til til að auka samkeppnishæfni þeirra, verkefni sem eru á herðum ríkisins. Treystum innviði Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um það markmið að treysta samráð og stuðning við sveitarfélög að því er varðar uppbyggingu innviða, byggðaþróun og fjármálaleg samskipti. Háværar kröfur um fullnægjandi flutnings- og dreifikerfi raforku hafa loksins skilað hreyfingu á málið. Þó seint sé. Ennþá háværari köll um uppbyggingu flugvallarins á Akureyri hafa fengið takmarkaðan hljómgrunn, framkvæmdir fylgja ekki fögrum fyrirheitum. Ótrúlegt þegar það liggur fyrir að svo stór innviðauppbygging mun gjörbreyta efnahagsmálum í landsbyggðunum. Ekki einungis Norðurlandi-eystra, heldur einnig Norðurlandi-vestra og um allt Austurland. Þetta snýst ekki aðeins um stórlega aukin lífsgæði, heldur einnig að halda íbúafjölda í landsbyggðunum uppi og tryggja íbúafjölgun. Mótvægi við höfuðborgina Þingmenn hafa nýlega lokið kjördæmisferðalögum sínum og ég geri fastlega ráð fyrir því að íbúar um land allt hafi gefið þeim gott veganesti fyrir störf sín á þingi. Þá er nauðsyn að velta því fyrir sér hvernig Ísland liti út ef í landsbyggðunum væru ekki öflugir byggðarkjarnar. Byggðarkjarnar sem allir eru samsettir af öflugu fólki sem gengur gjarnan skrefinu lengra fyrir byggðina sína. Þar sem frumkvöðlar leynast í hverju skúmaskoti og tækifæri til sóknar í nýsköpun eru fjölmörg. Ef hið opinbera sýnir uppbyggingu á landsbyggðunum raunverulegan áhuga, þá treystir það innviði á þar og undirbýr jarðveginn svo fólkið sjálft geti tekið til hendinni og unnið áfram að því að efla sína heimabyggð. Gefum höfuðborginni alvöru mótvægi. Styrkjum landsbyggðina til að efla sterkt höfuðborgarsvæði, án hvors annars getum við ekki verið. Skilgreinum Akureyrarbæ eða jafnvel Eyjafjarðasvæðið allt, sem höfuðborg landsbyggðanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar