Viðskipti innlent

Tekur við em­bætti for­stöðu­manns Hljóð­bóka­safns

Atli Ísleifsson skrifar
Marín Guðrún Hrafnsdóttir.
Marín Guðrún Hrafnsdóttir. Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Marín Guðrún Hrafnsdóttir mun taka við embætti forstöðumanns Hljóðbókasafns Íslands.

Í tilkynningu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að Marín Guðrún hafi lokið B.A. prófi í íslensku frá Háskóla Íslands (1993), M.A. prófi í enskum bókmenntum frá Háskólanum í Leeds (1995), diplómanámi í hagnýtri fjölmiðlun frá HÍ (1996) og M.A. gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands (2017).

„Hún hefur starfað sem blaðamaður, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, verkefnastjóri hjá Lögmannafélagi Íslands og sem sjálfstætt starfandi fræðimaður. Þá er Marín varaformaður Fræðagarðs, segir í tilkynningunni.

Hlutverk safnsins er að sjá þeim sem ekki geta fært sér venjulegt prentað letur í nyt fyrir bókasafnsþjónustu með miðlun á fjölbreyttu safnefni, þar á meðal námsgögnum, í sem bestu samræmi við óskir og þarfir notenda. Hljóðbókasafn Íslands vinnur í samstarfi við aðila sem standa að skipulagningu bókasafnamála, þá sem vinna að framleiðslu og dreifingu námsefnis og þá sem starfa að málefnum blindra og sjónskertra og annarra hópa sem njóta þjónustu safnsins.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,15
11
38.105
HAGA
2,41
10
263.415
REGINN
1,58
7
459.461
SJOVA
1,4
11
121.916
LEQ
1,33
2
518

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,94
10
182.919
SKEL
-1,92
1
306
MAREL
-1,12
17
251.703
SIMINN
-0,78
4
68.241
ARION
-0,19
29
918.872
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.