Segir kynningarbréf oft lykilinn að atvinnuviðtölum Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 11:00 Ragnheiður Dagsdóttir ráðgjafi hjá Capacent segir kynningarbréf mikilvæg þegar sótt er um störf. Sérstaklega er óskað eftir kynningarbréfum þegar sótt er um stjórnenda- eða sérfræðistörf. Vísir/Vilhelm Undanfarin ár hefur það færst í aukana að fyrirtæki óska eftir kynningarbréfi auk ferilskrár þegar sótt er um starf. Þetta á einkum við stjórnenda- og sérfræðistörf. Ragnheiður Dagsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent segir að það eigi ekki að endurskrifa ferilskránna í kynningarbréfi. Eins á kynningarbréfið ekki að snúast um möguleika viðkomandi starfs. Kynningarbréfið er hins vegar gott tækifæri til að skýra út hvers vegna viðkomandi sækir um starfið. Að sögn Ragnheiðar þarf kynningarbréfið að vekja þann áhuga hjá lesandanum að hann vilji hitta viðkomandi. Kynningarbréfið getur verið lykill viðkomandi til þess að komast í viðtal og það er jú tilgangurinn. „Kynningarbréfið er mjög mikilvægt, tilgangur þess er að tilgreina ástæðu umsóknar og rökstyðja hæfni sína til að takast a við starfið. Í kynningarbréfinu gefst umsækjanda tækifæri til að máta sig við starfið. Kynningarbréfið getur verið lykill viðkomandi til þess að komast í viðtal og það er jú tilgangurinn. Vel skrifað kynningarbréf sem tilgreinir framsettar hæfniskröfum og svarar hæfni umsækjandans vegna þeirra ætti að vekja þann áhuga hjá lesandanum að hann vilji hitta viðkomandi.“ Lumar þú á einhverjum góðum ráðum fyrir fólk varðandi gerð og framsetningu kynningarbréfa? „Kynningarbréf er viðbót við ferilskrána. Flestir sem eru í atvinnuleit hafa unnið vandaða ferilskrá sem gefur skýra mynd af einstaklingnum og hæfileikum hans. Með kynningarbréfi er ekki verið að kalla á að viðkomandi endurskrifi sína ferilskrána. Þó ferilskrá sé vel útfærð og innihaldi helstu upplýsingar gefst þar ekki tækifæri til að skýra frá hvers vegna ákveðið var að sækja um tiltekið starf eða ástæðu þess að viðkomandi hefur valið að bjóða fyrirtæki starfskrafta sína. Kynningarbréf er vel til þess fallið að skrifa stuttan texta til að svara þessum spurningum.“ Ragnheiður segir að kynningarbréf eigi ekki að vera almenn eða stöðluð. Þau þurfi að útfæra fyrir hverja og eina umsókn. „Kynningarbréf á ekki að snúast um möguleika viðkomandi starfs eða verkefni þess í framtíðinni, best er ef það er klæðskerasniðið að framsettum kröfum, skýrt og skorinort.“ Tengdar fréttir Starfsframinn: Tíu ráð fyrir þá sem vilja ná lengra Ef þú værir sjálfstæður ráðgjafi eða starfaðir sem verktaki, í hverju myndu verkefnin þín þá felast? 3. febrúar 2020 09:00 Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00 Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00 Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Undanfarin ár hefur það færst í aukana að fyrirtæki óska eftir kynningarbréfi auk ferilskrár þegar sótt er um starf. Þetta á einkum við stjórnenda- og sérfræðistörf. Ragnheiður Dagsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent segir að það eigi ekki að endurskrifa ferilskránna í kynningarbréfi. Eins á kynningarbréfið ekki að snúast um möguleika viðkomandi starfs. Kynningarbréfið er hins vegar gott tækifæri til að skýra út hvers vegna viðkomandi sækir um starfið. Að sögn Ragnheiðar þarf kynningarbréfið að vekja þann áhuga hjá lesandanum að hann vilji hitta viðkomandi. Kynningarbréfið getur verið lykill viðkomandi til þess að komast í viðtal og það er jú tilgangurinn. „Kynningarbréfið er mjög mikilvægt, tilgangur þess er að tilgreina ástæðu umsóknar og rökstyðja hæfni sína til að takast a við starfið. Í kynningarbréfinu gefst umsækjanda tækifæri til að máta sig við starfið. Kynningarbréfið getur verið lykill viðkomandi til þess að komast í viðtal og það er jú tilgangurinn. Vel skrifað kynningarbréf sem tilgreinir framsettar hæfniskröfum og svarar hæfni umsækjandans vegna þeirra ætti að vekja þann áhuga hjá lesandanum að hann vilji hitta viðkomandi.“ Lumar þú á einhverjum góðum ráðum fyrir fólk varðandi gerð og framsetningu kynningarbréfa? „Kynningarbréf er viðbót við ferilskrána. Flestir sem eru í atvinnuleit hafa unnið vandaða ferilskrá sem gefur skýra mynd af einstaklingnum og hæfileikum hans. Með kynningarbréfi er ekki verið að kalla á að viðkomandi endurskrifi sína ferilskrána. Þó ferilskrá sé vel útfærð og innihaldi helstu upplýsingar gefst þar ekki tækifæri til að skýra frá hvers vegna ákveðið var að sækja um tiltekið starf eða ástæðu þess að viðkomandi hefur valið að bjóða fyrirtæki starfskrafta sína. Kynningarbréf er vel til þess fallið að skrifa stuttan texta til að svara þessum spurningum.“ Ragnheiður segir að kynningarbréf eigi ekki að vera almenn eða stöðluð. Þau þurfi að útfæra fyrir hverja og eina umsókn. „Kynningarbréf á ekki að snúast um möguleika viðkomandi starfs eða verkefni þess í framtíðinni, best er ef það er klæðskerasniðið að framsettum kröfum, skýrt og skorinort.“
Tengdar fréttir Starfsframinn: Tíu ráð fyrir þá sem vilja ná lengra Ef þú værir sjálfstæður ráðgjafi eða starfaðir sem verktaki, í hverju myndu verkefnin þín þá felast? 3. febrúar 2020 09:00 Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00 Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00 Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Starfsframinn: Tíu ráð fyrir þá sem vilja ná lengra Ef þú værir sjálfstæður ráðgjafi eða starfaðir sem verktaki, í hverju myndu verkefnin þín þá felast? 3. febrúar 2020 09:00
Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00
Ætti ég að skipta um starf? Þrjú atriði til umhugsunar Ert þú að velta fyrir þér að skipta um starfsvettvang? Hvers vegna? Er það til að þróa þig áfram, ná lengra í starfsframa eða ertu óánægð/ur í því starfi þar sem þú ert? Hér eru þrjú atriði sem gott er að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun er tekin. 27. janúar 2020 10:00
Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00