Viðskipti innlent

Endur­vekja Face­book-síðu WOW Air

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fólk er boðið velkominn í WOW Verölldina (WOW World) í færslunni.
Fólk er boðið velkominn í WOW Verölldina (WOW World) í færslunni. facebook/skjáskot

„Þetta er auðvitað ákveðið lífsmark með undirbúningsferlinu sem hefur staðið yfir í marga mánuði en hefur tekið lengri tíma en við áttum von á. WOW world er ákveðið hugtak sem við höfum verið að nota og þetta er vísbending um að fólk sé að hugsa stórt,“ segir Gunnar Steinn Pálsson almannatengill og talsmaður WOW Air.

Í kvöld var birt færsla á Facebook-síðu WOW Air sem hafði verið óvirk frá því 26. Febrúar 2019 þangað til í gærkvöldi þegar opnumynd síðunnar var uppfærð. Síðan þá hefur heimasíðan, sem tengd er við Facebook-síðuna verið uppfærð, og færsla sett inn.

Hún er þó í raun ekki færsla heldur skjáskot af einhvers konar tilkynningu. „Welcome to WOW World!“ stendur efst í tilkynningunni.

„Allir elskuðu WOW air… komið inn í WOW World 2020.“

Þá stendur að WOW Air sé þekkt fyrir að hafa glatt viðskiptavini sína um borð í vélunum og tryggt það gildi á flugferðum félagsins út um allan heim. Einnig er búið að setja upp nýja heimasíðu fyrir WOW Air en hún er þó ekki komin í gagnið. Óvíst er hvenær það verður.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×