Saka skiptastjóra WOW air um að hafa tvíselt eignir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2019 09:01 Á meðal þess sem Michelle Ballarin keypti úr þrotabúi Wow air eru fjólubláu búningarnir, margvíslegar rekstrarvörur, varahlutir, bókunartækni og handbækur. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. Hann mun fara fram á lögbann á notkun flugfélags Michelle Ballarin á ýmsu kynningarefni sem hann telur sig hafa náð samkomulagi um að kaupa.Þetta kemur fram í Markaði Fréttablaðsins þar sem haft er eftir Engilberti Hafsteinssyni, fjárfesti og framkvæmdastjóra markaðssviðs WOW air á árunum 2014 til 2018 að hann telji það ótrúleg vinnubrögð af hálfu skiptastjóra þrotabúsins að selja „sama hlutinn tvisvar sinnum“. Þannig hafi Engilbert óskað eftir því að kaupa efni sem hann hafi ritað fyrir vef flugfélagsins og tímarit, auk myndbandsefnis. Starfsmaður þrotabúsins hafi staðfesti að Engilbert gæti keypt efnið og sagðist hafa fengið samþykki frá skiptastjóra. Reikningur hafi verið gefinn út fyrir kaupum Engilberts í september, skömmu eftir að greint var frá kaupum US Areospace Associates, félagi Ballarin, á helstu eignum þrotabús WOW air. Í Markaðinum kemur fram að síðar hafi komið í ljós að þrotabúið hafi selt það sem Engilbert taldi sig hafa keypt til félags Ballarin. Er haft eftir honum að hann muni krefjast lögbanns noti félagið það kynningarefni sem Engilbert telur sig hafa keypt, auk þess sem hann skorar á skiptastjóra þrotabúsins að afhenda efnið. Ella muni hann vísa ágreiningnum til héraðsdóms. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Krefst frávísunar málsins vegna aðildarskorts Skúla Í gær fór fram fyrirtaka í máli Skúla Mogensen gegn Sveini Andra Sveinssyni, skiptastjóra þrotabús WOW air. 30. nóvember 2019 08:30 „Einfaldlega ekki rétt“ að rekstur Wow air hefði aldrei gengið Skúli Mogensen ítrekar að stefnubreyting í átt frá lággjaldamódelinu hafi að endingu orðið flugfélaginu að falli og reksturinn hafi hreinlega gengið mjög vel fyrstu árin. 26. nóvember 2019 11:47 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19 3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43 Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá WOW air hefur sakað skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um að hafa tvíselt eignir úr búinu. Hann mun fara fram á lögbann á notkun flugfélags Michelle Ballarin á ýmsu kynningarefni sem hann telur sig hafa náð samkomulagi um að kaupa.Þetta kemur fram í Markaði Fréttablaðsins þar sem haft er eftir Engilberti Hafsteinssyni, fjárfesti og framkvæmdastjóra markaðssviðs WOW air á árunum 2014 til 2018 að hann telji það ótrúleg vinnubrögð af hálfu skiptastjóra þrotabúsins að selja „sama hlutinn tvisvar sinnum“. Þannig hafi Engilbert óskað eftir því að kaupa efni sem hann hafi ritað fyrir vef flugfélagsins og tímarit, auk myndbandsefnis. Starfsmaður þrotabúsins hafi staðfesti að Engilbert gæti keypt efnið og sagðist hafa fengið samþykki frá skiptastjóra. Reikningur hafi verið gefinn út fyrir kaupum Engilberts í september, skömmu eftir að greint var frá kaupum US Areospace Associates, félagi Ballarin, á helstu eignum þrotabús WOW air. Í Markaðinum kemur fram að síðar hafi komið í ljós að þrotabúið hafi selt það sem Engilbert taldi sig hafa keypt til félags Ballarin. Er haft eftir honum að hann muni krefjast lögbanns noti félagið það kynningarefni sem Engilbert telur sig hafa keypt, auk þess sem hann skorar á skiptastjóra þrotabúsins að afhenda efnið. Ella muni hann vísa ágreiningnum til héraðsdóms.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Krefst frávísunar málsins vegna aðildarskorts Skúla Í gær fór fram fyrirtaka í máli Skúla Mogensen gegn Sveini Andra Sveinssyni, skiptastjóra þrotabús WOW air. 30. nóvember 2019 08:30 „Einfaldlega ekki rétt“ að rekstur Wow air hefði aldrei gengið Skúli Mogensen ítrekar að stefnubreyting í átt frá lággjaldamódelinu hafi að endingu orðið flugfélaginu að falli og reksturinn hafi hreinlega gengið mjög vel fyrstu árin. 26. nóvember 2019 11:47 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19 3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43 Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Krefst frávísunar málsins vegna aðildarskorts Skúla Í gær fór fram fyrirtaka í máli Skúla Mogensen gegn Sveini Andra Sveinssyni, skiptastjóra þrotabús WOW air. 30. nóvember 2019 08:30
„Einfaldlega ekki rétt“ að rekstur Wow air hefði aldrei gengið Skúli Mogensen ítrekar að stefnubreyting í átt frá lággjaldamódelinu hafi að endingu orðið flugfélaginu að falli og reksturinn hafi hreinlega gengið mjög vel fyrstu árin. 26. nóvember 2019 11:47
Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20
Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19
3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar. 28. nóvember 2019 16:43