Viðskipti innlent

Óska eftir að Jötunn vélar verði tekið til gjaldþrotaskipta

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Höfuðstöðvar Jötuns véla eru á Selfossi.
Höfuðstöðvar Jötuns véla eru á Selfossi. Mynd/Google Maps.

Forsvarsmenn Jötunn véla, hafa lagt fram beiðni um að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið hefur á undanförnum árum verið umsvifamikið þjónustufyrirtækið í landbúnaði hér á landi. Mbl.is greindi fyrst frá.

Fyrirtækið hefur sérhæft sig í sölu á vélum og búnaði tengdum landbúnaði, grænum svæðum og jarðvinnuverktökum en höfuðstöðvar þess eru á Selfossi. Að auki er fyrirtækið með útibú á Akureyri og Egilsstöðum.

Í tilkynningu frá Jötunn vélum segir að samdráttur á vélamarkaðnum hér á landi á síðasta ári hafi verið snarpur og numð um 30 prósent sem komið hafi mjög illa við rekstur fyrirtækisins.

„Viðræður við banka og mögulega fjárfesta að undanförnu um endurskipulagningu fyrirtækisins hafa því miður ekki skilað árangri og því eigum við ekki annan kost en óska eftir gjaldþrotaskiptum.

Fyrirtækið hafi á undanförnum árum verið að vinna sig út úr skuldsetningu sem var afleiðing bankahrunsins á Íslandi árið 2008. Því hafi fyrirtækið ekki þolað verulegt tap af rekstrinum sem bættist við á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×