Viðskipti innlent

Hópuppsagnir í janúar náðu til 95 manns

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Rúmlega þrjátíu starfsmenn missa vinnuna vegna breytinganna.
Frá og með 1. maí næstkomandi mun Pósturinn hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi. Rúmlega þrjátíu starfsmenn missa vinnuna vegna breytinganna. Vísir/Vilhelm

Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í janúar þar sem 95 starfsmönnum var sagt upp störfum. Frá þessu er greint á vef Vinnumálastofnunar.

Þar kemur fram að 38 starfsmönnum í fiskeldi hafi verið sagt upp. Þeim verði þó öllum boðið starf aftur. Auk þess hafi 25 verið sagt upp sem störfuðu í upplýsingum og fjarskiptum.

Ekki er greint frá því á vef Vinnumálastofnunar hvaða fyrirtæki um ræðir og hefur Vísir ekki upplýsingar um það. Ábendingar má senda á ritstjorn@visir.is.

Þá misstu 32 starfið í flutningum í janúar. Má draga þá ályktun að um sé að ræða uppsögn hjá Íslandspósti sem sendi frá sér tilkynningu þann 29. janúar þess efnis að þrjátíu starfsmönnum yrði sagt upp frá og með þeim degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×