Apple sektað fyrir að hægja á símum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 23:38 Apple segir það hafa verið nauðsynlegt að hægja á símum þegar rafhlaðan fór að eldast. Vísir/Getty Tæknirisinn Apple hefur verið sektaður um 25 milljónir evra, sem samsvarar tæplega þremur og hálfum milljörðum íslenskra króna, af franska samkeppniseftirlitinu fyrir að hægja viljandi á eldri gerðum iPhone snjallsíma með nýjum hugbúnaðaruppfærslum. Sektin kemur til þar sem fyrirtækið er ekki sagt hafa gert viðskiptavinum sínum það nægilega ljóst að hægt hafði verið á símum þeirra.BBC greinir frá þessu en tæknirisinn hefur þó gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fyrirtækið sé búið að leysa úr sínum málum í sambandi við samkeppniseftirlitið. Þeir hafi jafnframt greitt sektina. Eigendum iPhone snjallsíma hafði lengi grunað að símar þeirra yrðu hægari með tímanum og tengdu margir það við tímann sem nýr sími væri kynntur á markaðinn. Töldu þeir það vera gert í því skyni að fá fólk til þess að kaupa nýjustu útgáfu símana í hvert skipti sem ný útgáfa kæmi út. Árið 2017 staðfesti Apple að það hægði á símum en einungis í því skyni að lengja líftíma þeirra. Rafhlöður símanna ættu erfiðara með að mæta kröfum notenda með aukinni þróun símanna og orkuþörf nýrra uppfærslna og það gæti leitt til þess að síminn færi að slökkva skyndilega á sér til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Samkeppniseftirlitið segir neytendur ekki hafa verið upplýsta um það að ný hugbúnaðaruppfærsla gæti hægt á símum þeirra. Í samkomulagi Apple og eftirlitsins sé gerð krafa um það að fyrirtækið birti tilkynningu um það á frönsku heimasíðu sinni og hún standi þar í heilan mánuði. Apple Frakkland Tækni Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tæknirisinn Apple hefur verið sektaður um 25 milljónir evra, sem samsvarar tæplega þremur og hálfum milljörðum íslenskra króna, af franska samkeppniseftirlitinu fyrir að hægja viljandi á eldri gerðum iPhone snjallsíma með nýjum hugbúnaðaruppfærslum. Sektin kemur til þar sem fyrirtækið er ekki sagt hafa gert viðskiptavinum sínum það nægilega ljóst að hægt hafði verið á símum þeirra.BBC greinir frá þessu en tæknirisinn hefur þó gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fyrirtækið sé búið að leysa úr sínum málum í sambandi við samkeppniseftirlitið. Þeir hafi jafnframt greitt sektina. Eigendum iPhone snjallsíma hafði lengi grunað að símar þeirra yrðu hægari með tímanum og tengdu margir það við tímann sem nýr sími væri kynntur á markaðinn. Töldu þeir það vera gert í því skyni að fá fólk til þess að kaupa nýjustu útgáfu símana í hvert skipti sem ný útgáfa kæmi út. Árið 2017 staðfesti Apple að það hægði á símum en einungis í því skyni að lengja líftíma þeirra. Rafhlöður símanna ættu erfiðara með að mæta kröfum notenda með aukinni þróun símanna og orkuþörf nýrra uppfærslna og það gæti leitt til þess að síminn færi að slökkva skyndilega á sér til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Samkeppniseftirlitið segir neytendur ekki hafa verið upplýsta um það að ný hugbúnaðaruppfærsla gæti hægt á símum þeirra. Í samkomulagi Apple og eftirlitsins sé gerð krafa um það að fyrirtækið birti tilkynningu um það á frönsku heimasíðu sinni og hún standi þar í heilan mánuði.
Apple Frakkland Tækni Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira