Körfubolti

Kaus sjálfur að fara af launaskrá en tekur nú aftur við Breiðabliki

Sindri Sverrisson skrifar
Pétur Ingvarsson skrifar undir samninginn.
Pétur Ingvarsson skrifar undir samninginn. mynd/breiðablik

Pétur Ingvarsson er orðinn aðalþjálfari karlaliðs Breiðabliks í körfubolta á nýjan leik eftir að hafa stigið til hliðar í lok mars.

Pétur hætti vegna óvissuástandsins af völdum kórónuveirufaraldursins, eftir að keppni var hætt í íslenska körfuboltanum, þrátt fyrir að hann væri með samning sem gilti fram á sumar og ætti rétt á launum.

„Pétur er maður klúbbsins og sannaði það þegar hann stóð með klúbbnum þegar Covid-19 faraldurinn kom og körfuboltatímabilinu var aflýst. Pétur hætti þá á launaskrá samstundis til að auðvelda þá baráttu sem deildin var komin í vegna þess ástands sem faraldurinn skóp,“ segir í fréttatilkynningu frá Breiðabliki í dag.

Pétur hefur stýrt Breiðabliki síðustu tvö tímabil en liðið var fjórum stigum frá toppsæti 1. deildar í vor þegar ljúka þurfti mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×