Körfubolti

Sportpakkinn: Keflvíkingar röðuðu niður þristum í sigri á Hlíðarenda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Axel setti niður fimm þrista í sigrinum á Val.
Hörður Axel setti niður fimm þrista í sigrinum á Val. vísir/daníel

Keflavík komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann öruggan sigur á Val, 68-96, á Hlíðarenda í Domino's deild karla í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir leikina.

Keflvíkingar náðu strax undirtökunum og Valsmenn sáu ekki til sólar í leiknum.

Leikmenn Keflavíkur voru sjóðheitir fyrir utan og hittu úr 54% þriggja stiga skota sinna. Á meðan var þriggja stiga nýting Vals aðeins 28%.

Keflavík er í 2. sæti deildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar. Valur er hins vegar í ellefta og næstneðsta sætinu.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Keflavík aftur á sigurbraut

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×