Liverpool á þrjú af fimm hagstæðustu kaupum ensku deildarinnar frá 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 13:30 Andrew Robertson hefur verið magnaður í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Liverpool. Hér fagnar hann marki með Virgil van Dijk. Getty/Clive Brunskill Það getur skipt gríðarlegu máli fyrir fótboltafélög að finna góða leikmenn fyrir lítinn pening. Verð leikmanna hefur hins vegar farið upp úr öllu valdi síðustu ár og því enn erfiðara fyrir lið að gera góð kaup. ESPN fór yfir öll kaup ensku úrvalsdeildarfélaganna frá árinu 2014 með það markmið að finna út hver hafi verið fimm hagstæðustu og fimm óhagstæðustu kaupin á þessum sex árum. Uppkoma Liverpool á síðustu árum á því mikið að þakka að félagið hefur keypt leikmenn fyrir ekki alltof mikinn pening og þessir leikmenn hafa síðan blómstrað undir stjórn Jürgen Klopp. Það kemur því líklega ekki á óvart að Liverpool er áberandi á topplistanum yfir hagstæðustu kaupin í ensku úrvalsdeildinni undanfarin sex ár. For @espn, I worked with @21stClub to figure out the five "best" and "worst" Premier League transfers since 2014. https://t.co/5TEn4QqJWa— Ryan O'Hanlon (@rwohan) January 30, 2020 Liverpool á þannig þrjú af fimm hagstæðustu kaupum ensku deildarinnar frá 2014 og Virgil van Dijk kemst samt ekki þangað inn. Virgil van Dijk var mjög dýr en það efast þó enginn um hversu góð kaup það voru. Verðmiðinn var samt það hár að þau geta ekki talist sérstaklega hagstæð út frá stöðlum ESPN. Hagstæðustu kaupin eru aftur á móti kaup Liverpool á bakverðinum Andrew Robertson frá Hull City árið 2017. Liverpool borgaði bara átta milljónir pund fyrir hann en hann er nú metinn á 82 milljónir punda. Í öðru sæti eru kaup Tottenham á Dele Alli frá MK Dons árið 2015 en hann kostaði Spurs bara fimm milljónir. Alli hefur hækkað um 48 milljónir punda í virði síðan þá. Kaup Liverpool á þeim Georginio Wijnaldum (frá Newcastle) og Mohamed Salah (frá Roma) komast einnig inn á listann og fimmtu bestu kaupin eru síðan kaup Leicester City á Ricardo Pereira frá Porto. Verstu kaupin þykja vera kaup Chelsea á Michy Batshuayi frá Marseille árið 2016. Chelsea borgaði 33,2 milljónir punda fyrir hann en hann hefur ekki gert mikið fyrir félagið síðan og er í dag metinn á „aðeins“ 8,4 milljónir punda. Í öðru sæti eru síðan kaup Manchester United á Eric Bailly frá Villarreal fyrir 30 milljónir punda árið 2016. Í næstu sætum eru síðan kaup Burnley á Ben Gibson (frá Middlesbrough), kaup Everton á Oumar Niasse (frá Lokamotiv Moskvu) og kaup Leicester City á Kelechi Iheanacho frá Manchester City Það má lesa meira um þetta með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Það getur skipt gríðarlegu máli fyrir fótboltafélög að finna góða leikmenn fyrir lítinn pening. Verð leikmanna hefur hins vegar farið upp úr öllu valdi síðustu ár og því enn erfiðara fyrir lið að gera góð kaup. ESPN fór yfir öll kaup ensku úrvalsdeildarfélaganna frá árinu 2014 með það markmið að finna út hver hafi verið fimm hagstæðustu og fimm óhagstæðustu kaupin á þessum sex árum. Uppkoma Liverpool á síðustu árum á því mikið að þakka að félagið hefur keypt leikmenn fyrir ekki alltof mikinn pening og þessir leikmenn hafa síðan blómstrað undir stjórn Jürgen Klopp. Það kemur því líklega ekki á óvart að Liverpool er áberandi á topplistanum yfir hagstæðustu kaupin í ensku úrvalsdeildinni undanfarin sex ár. For @espn, I worked with @21stClub to figure out the five "best" and "worst" Premier League transfers since 2014. https://t.co/5TEn4QqJWa— Ryan O'Hanlon (@rwohan) January 30, 2020 Liverpool á þannig þrjú af fimm hagstæðustu kaupum ensku deildarinnar frá 2014 og Virgil van Dijk kemst samt ekki þangað inn. Virgil van Dijk var mjög dýr en það efast þó enginn um hversu góð kaup það voru. Verðmiðinn var samt það hár að þau geta ekki talist sérstaklega hagstæð út frá stöðlum ESPN. Hagstæðustu kaupin eru aftur á móti kaup Liverpool á bakverðinum Andrew Robertson frá Hull City árið 2017. Liverpool borgaði bara átta milljónir pund fyrir hann en hann er nú metinn á 82 milljónir punda. Í öðru sæti eru kaup Tottenham á Dele Alli frá MK Dons árið 2015 en hann kostaði Spurs bara fimm milljónir. Alli hefur hækkað um 48 milljónir punda í virði síðan þá. Kaup Liverpool á þeim Georginio Wijnaldum (frá Newcastle) og Mohamed Salah (frá Roma) komast einnig inn á listann og fimmtu bestu kaupin eru síðan kaup Leicester City á Ricardo Pereira frá Porto. Verstu kaupin þykja vera kaup Chelsea á Michy Batshuayi frá Marseille árið 2016. Chelsea borgaði 33,2 milljónir punda fyrir hann en hann hefur ekki gert mikið fyrir félagið síðan og er í dag metinn á „aðeins“ 8,4 milljónir punda. Í öðru sæti eru síðan kaup Manchester United á Eric Bailly frá Villarreal fyrir 30 milljónir punda árið 2016. Í næstu sætum eru síðan kaup Burnley á Ben Gibson (frá Middlesbrough), kaup Everton á Oumar Niasse (frá Lokamotiv Moskvu) og kaup Leicester City á Kelechi Iheanacho frá Manchester City Það má lesa meira um þetta með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira