Viðskipti innlent

Tekur við starfi fram­kvæmda­stjóra FVH

Atli Ísleifsson skrifar
Telma Eir Aðalsteinsdóttir.
Telma Eir Aðalsteinsdóttir. FVH

Telma Eir Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH).

Í tilkynningu frá félaginu segir að Telma hafi víðtæka reynslu af markaðsmálum, verkefna- og vörustjórnun.

„Hún starfaði síðast hjá VÍS sem vörustjóri en þar áður sem vörustjóri hjá Póstinum og verkefnastjóri hjá Já. Telma stundar MBA-nám við Háskóla Íslands og er með BA-próf frá Háskólanum á Bifröst í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði.

Eiginmaður Telmu er Eyþór Mar Halldórsson og eiga þau einn son.

FVH er fagfélag háskólamenntaðs fólks í viðskipta- og hagfræði. Félagið styður við sérfræðinga á þessu sviði með reglulegum fræðslufundum með áherslu á málefni líðandi stundar, endurmenntun og eflingu tengslanets. FVH stendur einnig fyrir kjarakönnun meðal viðskipta- og hagfræðinga ásamt því að gefa út tímaritið Hag,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
4,07
9
303.378
SYN
2,64
5
27.100
SKEL
2,23
11
194.125
TM
2,09
5
37.017
VIS
2,08
9
112.993

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-0,72
3
4.135
ORIGO
-0,56
2
2.001
KVIKA
0
5
43.093
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.