Atvinnulíf

Sex prósent af veltu íslenskra fyrirtækja er í gegnum vefsíður eða öpp

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Mikil tækifæri geta falist í því að selja vörur og þjónustu í gegnum vefsíður eða öpp.  Á Íslandi er hlutfall fyrirtækja sem selja á netinu 21%.
Mikil tækifæri geta falist í því að selja vörur og þjónustu í gegnum vefsíður eða öpp. Á Íslandi er hlutfall fyrirtækja sem selja á netinu 21%. Vísir/Getty

Sala íslenskra fyrirtækja á vörum og þjónustu árið 2019 í gegnum vefsíður eða öpp nam 6% af rekstrartekjum þeirra.  Þar af var 68% í gegnum eigin vefsíður eða öpp og 32% í gegnum almennar sölusíður.  Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Sem hlutfall af veltu er sala í gegnum netið nokkuð lægra hjá íslenskum fyrirtækjum í samanburði við nágrannalöndin þar sem algengt er að netverslun nemi um 10% af heildarveltu.

Hlutfallslega eru nokkuð fleiri fyrirtæki í nágrannalöndunum sem selja vöru eða þjónustu í gegnum vefsíður eða öpp.  Þannig sýndu niðurstöður rannsóknar sem gerð var af Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, að árið 2018 seldu 30% fyrirtækja á Írlandi í gegnum netið, 26% fyrirtækja í Svíþjóð og 25% fyrirtækja í Noregi og Danmörku.  

Á Íslandi nam þetta hlutfall 21% árið 2019.  Þá seldu 430 af 2023 fyrirtæki vörur eða þjónustu í gegnum vefsíður eða öpp.  

Í úrtaki töldust þó ekki með fyrirtæki sem telja 10 eða færri starfsmenn né fyrirtæki í fjármálastarfsemi, landbúnaði, fiskveiðum, skógrækt eða úrvinnslu hráefna úr jörðu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.