Fótbolti

Flug­eldi kastað í átt að Migno­let og Kompany brást illa við | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kompany spjallar við Mignolet.
Kompany spjallar við Mignolet. vísir/getty

Það ætlaði allt um koll að keyra er Anderlecht og Club Brugge mættust í belgísku úrvalsdeildinni um helgina.

Stuðningsmenn Anderlecht kalla ekki allt ömmu sína og þegar Simon Mignoet, markvörður Club Brugge, ætlaði að taka markspyrnu brá honum í brún.

Stuðningsmennirnir höfðu nefnilega kastað í áttina að honum flugeldum sem sprengdist fyrir hliðina á markverðinum sem hélt fyrir augun.





Vincent Kompany, spilandi þjálfari Anderlecht, var allt annað en ánægður með sína stuðningsmenn og var fljótur að ganga í átt að þeim og messa yfir þeim.

Anderlecht tapaði leiknum 2-1 en liðið. Er í 9. sæti deildarinnar. Byrjun liðsins á leiktíðinni er sú versta í 21 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×