Viðskipti innlent

Ólafur Örn nýr að­stoðar­for­stjóri Opinna kerfa

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur Örn Nielsen.
Ólafur Örn Nielsen.

Ólafur Örn Nielsen hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að á síðastliðnu ári hafi nýir fjárfestar komið að félaginu og Ragnheiður H. Harðardóttir tók við sem forstjóri þess.

Undanfarna mánuði hafi verið unnið að mótun á stefnu félagsins til framtíðar og sé ráðning Ólafs liður í því að styðja við skipulagsbreytingar sem felast í því að Opin kerfi geti unnið í enn nánara samstarfi við fyrirtæki um rekstur upplýsingatæknimála.

„Ólafur hefur starfað á sviði upplýsingatækni í 15 ár við hugbúnaðarþróun, markaðsmál, stjórnun og rekstur fyrirtækja. Hann hefur síðustu misseri starfað sem stjórnunarráðgjafi með áherslu á stefnumótun og stafræna framtíð fyrirtækja. Ólafur var framkvæmdastjóri hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtækisins Kolibri á árunum 2015-2019 en þar áður kom hann að stofnun hönnunarfyrirtækisins Form5. Þar áður var hann vefmarkaðsstjóri WOW air og hugbúnaðarsérfræðingur hjá mbl.is. Þá hefur Ólafur setið í stjórnum samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og ÍMARK, félags markaðsfólks á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
1,48
6
45.229
SKEL
0,95
12
279.306
ARION
0,59
8
85.806
SYN
0
1
8.111
SJOVA
0
1
180

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,5
8
181.765
FESTI
-1,06
3
69.776
TM
-0,91
3
32.700
ICEAIR
-0,72
8
22.507
KVIKA
-0,48
2
64.325
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.