Körfubolti

Keflavík og Haukar með góða sigra

Smári Jökull Jónsson skrifar
Lovísa Björt Henningsdóttir leikmaður Hauka.
Lovísa Björt Henningsdóttir leikmaður Hauka. vísir/báraLeikur Keflavíkur og Blika var aldrei spennandi. Keflavíkur stúlkur leiddu með átta stigum eftir fyrsta leikahluta og slátruðu svo leiknum endanlega eftir hlé. Þær unnu þriðja leikhlutann 21-8 og úrslitin ráðin.

Lokatölur 81-51 og Keflavík því enn í þriðja sæti deildarinnar en Blikar í því næstneðsta.

Daniela Morillo var stigahæst hjá Keflavík með 25 stig en Danni Williams skoraði 29 fyrir Breiðablik.

Það var öllu meiri spenna í Grindavík þar sem þurfti að framlengja. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma en í framlengingunni voru það Haukar sem voru sterkari og unnu 78-70 sigur.

Randi Brown skoraði hvorki meira né minna en 41 stig fyrir Hauka en Jordan Reynolds var stigahæst Grindvíkinga með 25 stig.

Grindavík er enn neðst í Dominos-deildinni með aðeins einn sigur í vetur. Haukar lyftu sér upp í fjórða sætið með sigrinum, uppfyrir Skallagrím sem á leik til góða á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.