Handbolti

Alexander: Mig langar ekki að hætta eftir tapleik

Smári Jökull Jónsson skrifar

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk gegn Svíum í kvöld. Hann var augljóslega þreyttur þegar hann ræddi við blaðamann Vísis í kvöld enda mikið mætt á honum á mótinu.

„Þetta var erfitt, við vorum kraftlausir. Eftir leikinn í gær var ekki tími til að jafna sig. Því miður náðum við þessu ekki í dag heldur,“ sagði Alexander eftir leik.

„Þetta var erfitt mót en mér fannst það mjög skemmtilegt,“ bætti hann við en hann sneri aftur í landsliðið eftir að hafa síðast leikið með því á Evrópumótinu árið 2016. Hann sagði óljóst hvort þetta hefði verið hans síðasti landsleikur.

„Ég er ekki búinn að hugsa um þetta. Það getur verið, kannski ekki. Ég ætla að sjá til. Mig langar ekki að hætta eftir tapleik.“

Alexander sagðist nokkuð sáttur með mótið í heild sinni.

„Við spiluðum mjög vel í byrjun. Vörnin okkar er mjög grimm og það kostar mikinn kraft. Það sát í síðustu 2-3 leikjunum að við vorum kraftlausir og ekki mjög ferskir.“

„Svona er þetta og það vantaði bara menn til að skipta.“


Tengdar fréttir

Twitter eftir leik: Léttir fyrir Ikea

Ísland tapaði í lokaleik sínum á EM gegn Svíum í kvöld. Svíar höfðu yfirhöndina allan leikinn og lítið um jákvæðni hjá íslensku stuðningsmönnunum á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×