Daníel: Erum slakasta lið deildarinnar Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 23. janúar 2020 21:19 Brösugt gengi Grindvíkinga heldur áfram vísir Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga var allt annað en sáttur með tap sinna manna í kvöld gegn grönnum sínum í Njarðvík. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega lélegur hjá Grindvíkingum í kvöld og skoruðu þeir aðeins 25 stig. „Þetta var hræðilegt. Eitthvað það lélegasta sem maður hefur séð í íslenskum körfubolta. Þetta var rosalega slappt. Ég átta mig ekki á að menn mæti svona til leiks.“ Grindvíkingar hafa nú tapað fimm leikjum í röð og fjarlægast úrslitakeppnina meir og meir með hverjum leiknum. „Við erum bara í fallbaráttu, það er einfalt.“ Aðspurður að því hvort að Grindavík væri annað af tveimur slökustu liðum deildarinnar miðað við spilamennsku liðanna þessa stundina var svar Daníels afar einfalt. „Eins og við erum að spila núna erum við slakasta lið deildarinnar.“ En hvað getur Grindavík gert til þess að rétta úr kútnum og komast aftur á sigurbraut? „Spila körfubolta og reyna að hafa gaman að því sem við erum að gera og fylgja leikskipulagi og fara eftir því sem þeir eru að leggja upp eins og við gerum á æfingum. Ekki eru þeir að spila svona illa á æfingum en það er frammistaðan í leikjum sem telur. Líkt og áður segir var það fyrri hálfleikurinn sem var arfaslakur og mættu þeir sterkari til leiks í seinni hálfleik. Þrátt fyrir það náðu þeir aldrei að minnka muninn að einhverju viti. „Hefði þetta byrjað í hálfleik væri kannski annar andi yfir þessu. Það var meira jafnvægi í þessu í seinni hálfleik, eins og við héldum að leikurinn yrði.“ Miljan Rakic, nýjasti leikmaður Grindavíkur hefur ekki sýnt neina stjörnuspilamennsku og vill Daníel fá meira frá honum. „Já ég geri það klárlega. Að sama skapi er hann ný kominn inn í þetta. Hann er búinn að ná einhverjum tveimur eða þremur æfingum og þremur leikjum. En við þurfum að koma honum meira í gagnið.“ Kanamálin eru í góðum farveg hjá Grindvíkingum og er von á honum til landsins á næstu dögum, og ætti hann að vera með í næsta leik. „Hann er vonandi á leið upp í vél fljótlega. Mér skilst að hann kunni allavega að spila körfubolta. En ég upplifi að mínir menn í fyrri hálfleik og síðasta leik líka, að ef ekki er amerískt nafn á skýrslunni okkar, þá erum við voða litlir í okkur og spilum okkur sem fórnarlömb.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Sjá meira
Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga var allt annað en sáttur með tap sinna manna í kvöld gegn grönnum sínum í Njarðvík. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega lélegur hjá Grindvíkingum í kvöld og skoruðu þeir aðeins 25 stig. „Þetta var hræðilegt. Eitthvað það lélegasta sem maður hefur séð í íslenskum körfubolta. Þetta var rosalega slappt. Ég átta mig ekki á að menn mæti svona til leiks.“ Grindvíkingar hafa nú tapað fimm leikjum í röð og fjarlægast úrslitakeppnina meir og meir með hverjum leiknum. „Við erum bara í fallbaráttu, það er einfalt.“ Aðspurður að því hvort að Grindavík væri annað af tveimur slökustu liðum deildarinnar miðað við spilamennsku liðanna þessa stundina var svar Daníels afar einfalt. „Eins og við erum að spila núna erum við slakasta lið deildarinnar.“ En hvað getur Grindavík gert til þess að rétta úr kútnum og komast aftur á sigurbraut? „Spila körfubolta og reyna að hafa gaman að því sem við erum að gera og fylgja leikskipulagi og fara eftir því sem þeir eru að leggja upp eins og við gerum á æfingum. Ekki eru þeir að spila svona illa á æfingum en það er frammistaðan í leikjum sem telur. Líkt og áður segir var það fyrri hálfleikurinn sem var arfaslakur og mættu þeir sterkari til leiks í seinni hálfleik. Þrátt fyrir það náðu þeir aldrei að minnka muninn að einhverju viti. „Hefði þetta byrjað í hálfleik væri kannski annar andi yfir þessu. Það var meira jafnvægi í þessu í seinni hálfleik, eins og við héldum að leikurinn yrði.“ Miljan Rakic, nýjasti leikmaður Grindavíkur hefur ekki sýnt neina stjörnuspilamennsku og vill Daníel fá meira frá honum. „Já ég geri það klárlega. Að sama skapi er hann ný kominn inn í þetta. Hann er búinn að ná einhverjum tveimur eða þremur æfingum og þremur leikjum. En við þurfum að koma honum meira í gagnið.“ Kanamálin eru í góðum farveg hjá Grindvíkingum og er von á honum til landsins á næstu dögum, og ætti hann að vera með í næsta leik. „Hann er vonandi á leið upp í vél fljótlega. Mér skilst að hann kunni allavega að spila körfubolta. En ég upplifi að mínir menn í fyrri hálfleik og síðasta leik líka, að ef ekki er amerískt nafn á skýrslunni okkar, þá erum við voða litlir í okkur og spilum okkur sem fórnarlömb.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Sjá meira