Daníel: Erum slakasta lið deildarinnar Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 23. janúar 2020 21:19 Brösugt gengi Grindvíkinga heldur áfram vísir Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga var allt annað en sáttur með tap sinna manna í kvöld gegn grönnum sínum í Njarðvík. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega lélegur hjá Grindvíkingum í kvöld og skoruðu þeir aðeins 25 stig. „Þetta var hræðilegt. Eitthvað það lélegasta sem maður hefur séð í íslenskum körfubolta. Þetta var rosalega slappt. Ég átta mig ekki á að menn mæti svona til leiks.“ Grindvíkingar hafa nú tapað fimm leikjum í röð og fjarlægast úrslitakeppnina meir og meir með hverjum leiknum. „Við erum bara í fallbaráttu, það er einfalt.“ Aðspurður að því hvort að Grindavík væri annað af tveimur slökustu liðum deildarinnar miðað við spilamennsku liðanna þessa stundina var svar Daníels afar einfalt. „Eins og við erum að spila núna erum við slakasta lið deildarinnar.“ En hvað getur Grindavík gert til þess að rétta úr kútnum og komast aftur á sigurbraut? „Spila körfubolta og reyna að hafa gaman að því sem við erum að gera og fylgja leikskipulagi og fara eftir því sem þeir eru að leggja upp eins og við gerum á æfingum. Ekki eru þeir að spila svona illa á æfingum en það er frammistaðan í leikjum sem telur. Líkt og áður segir var það fyrri hálfleikurinn sem var arfaslakur og mættu þeir sterkari til leiks í seinni hálfleik. Þrátt fyrir það náðu þeir aldrei að minnka muninn að einhverju viti. „Hefði þetta byrjað í hálfleik væri kannski annar andi yfir þessu. Það var meira jafnvægi í þessu í seinni hálfleik, eins og við héldum að leikurinn yrði.“ Miljan Rakic, nýjasti leikmaður Grindavíkur hefur ekki sýnt neina stjörnuspilamennsku og vill Daníel fá meira frá honum. „Já ég geri það klárlega. Að sama skapi er hann ný kominn inn í þetta. Hann er búinn að ná einhverjum tveimur eða þremur æfingum og þremur leikjum. En við þurfum að koma honum meira í gagnið.“ Kanamálin eru í góðum farveg hjá Grindvíkingum og er von á honum til landsins á næstu dögum, og ætti hann að vera með í næsta leik. „Hann er vonandi á leið upp í vél fljótlega. Mér skilst að hann kunni allavega að spila körfubolta. En ég upplifi að mínir menn í fyrri hálfleik og síðasta leik líka, að ef ekki er amerískt nafn á skýrslunni okkar, þá erum við voða litlir í okkur og spilum okkur sem fórnarlömb.“ Dominos-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga var allt annað en sáttur með tap sinna manna í kvöld gegn grönnum sínum í Njarðvík. Fyrri hálfleikurinn var sérstaklega lélegur hjá Grindvíkingum í kvöld og skoruðu þeir aðeins 25 stig. „Þetta var hræðilegt. Eitthvað það lélegasta sem maður hefur séð í íslenskum körfubolta. Þetta var rosalega slappt. Ég átta mig ekki á að menn mæti svona til leiks.“ Grindvíkingar hafa nú tapað fimm leikjum í röð og fjarlægast úrslitakeppnina meir og meir með hverjum leiknum. „Við erum bara í fallbaráttu, það er einfalt.“ Aðspurður að því hvort að Grindavík væri annað af tveimur slökustu liðum deildarinnar miðað við spilamennsku liðanna þessa stundina var svar Daníels afar einfalt. „Eins og við erum að spila núna erum við slakasta lið deildarinnar.“ En hvað getur Grindavík gert til þess að rétta úr kútnum og komast aftur á sigurbraut? „Spila körfubolta og reyna að hafa gaman að því sem við erum að gera og fylgja leikskipulagi og fara eftir því sem þeir eru að leggja upp eins og við gerum á æfingum. Ekki eru þeir að spila svona illa á æfingum en það er frammistaðan í leikjum sem telur. Líkt og áður segir var það fyrri hálfleikurinn sem var arfaslakur og mættu þeir sterkari til leiks í seinni hálfleik. Þrátt fyrir það náðu þeir aldrei að minnka muninn að einhverju viti. „Hefði þetta byrjað í hálfleik væri kannski annar andi yfir þessu. Það var meira jafnvægi í þessu í seinni hálfleik, eins og við héldum að leikurinn yrði.“ Miljan Rakic, nýjasti leikmaður Grindavíkur hefur ekki sýnt neina stjörnuspilamennsku og vill Daníel fá meira frá honum. „Já ég geri það klárlega. Að sama skapi er hann ný kominn inn í þetta. Hann er búinn að ná einhverjum tveimur eða þremur æfingum og þremur leikjum. En við þurfum að koma honum meira í gagnið.“ Kanamálin eru í góðum farveg hjá Grindvíkingum og er von á honum til landsins á næstu dögum, og ætti hann að vera með í næsta leik. „Hann er vonandi á leið upp í vél fljótlega. Mér skilst að hann kunni allavega að spila körfubolta. En ég upplifi að mínir menn í fyrri hálfleik og síðasta leik líka, að ef ekki er amerískt nafn á skýrslunni okkar, þá erum við voða litlir í okkur og spilum okkur sem fórnarlömb.“
Dominos-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum