Viðskipti erlent

Breska ríkisútvarpið fækkar störfum fréttastofunnar um 450

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Breska ríkisútvarpið BBC tilkynnti í hádeginu að stjórnendur hygðust ráðast í umfangsmiklar skipulagsbreytingar og niðurskurð og verða 450 stöðugildi lögð niður til að hagræða í rekstrinum.
Breska ríkisútvarpið BBC tilkynnti í hádeginu að stjórnendur hygðust ráðast í umfangsmiklar skipulagsbreytingar og niðurskurð og verða 450 stöðugildi lögð niður til að hagræða í rekstrinum.

Breska ríkisútvarpið BBC tilkynnti í hádeginu að stjórnendur hygðust ráðast í umfangsmiklar skipulagsbreytingar og niðurskurð og verða 450 stöðugildi lögð niður til að hagræða í rekstrinum.

Hagræðingin er liður í því að draga úr árlegum rekstrarkostnaði fréttastofunnar um 80 milljón pund fyrir 2022.

Fran Unsworth, fréttastjóri BBC, segir að fréttastofan framleiddi allt of margar fréttir á degi hverjum og að nú þyrftu fréttamenn að haga vinnu sinni með öðruvísi og skynsamlegri hætti. Liður í því sé að fréttamenn vinni þvert á miðla í stað þess að vera bundnir einum tilteknum miðli líkt og hátturinn sé hafður á nú.

Unsworth sagði einnig að nú myndi ríkisútvarpið í auknum mæli horfa til hins stafræna og stórefla smáforrit BBC og fjárfesta ríkulega í því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×