Enski boltinn

Segir Mc­Tominay nú­tíma Robbie Sava­ge: „Hann hleypur bara um og sparkar í menn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
McTominay í leiknum sem hann meiddist í.
McTominay í leiknum sem hann meiddist í. vísir/getty

Paul Parker, fyrrum varnarmaður Manchester United, er ekki hrifinn af Scott McTominay, miðjumanni Rauðu djöflanna.

McTominay hefur leikið afar vel á leiktíðinni en hann hefur leikið 21 leik á leiktíðinni. Hann hefur ekki spilað eftir meiðslin á hné gegn Newcastle á öðrum degi jóla.

Þrátt fyrir fínar frammistöður McTominay á leiktíðinni eru ekki allir sáttir og þar á meðal er Paul Parker sem lék með liðinu frá 1991 til 1996.

„Scott McTominay er gott dæmi um vandamálið. Hann hleypur bara um og sparkar í menn. Hann er nútíma Robbie Savage. Þú þarft meira en það,“ sagði Parker í samtali við Eurosport.







„Ef fólk er að segja að United sakni McTominay þá eru það ekki alvöru stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að hann er meiddur er að hann reyndi að sparka í einhvern og meiddi sig sjálfur. Ef fólk heldur að það sé United þá erum við ekki á góðum stað.“

„Í hvert skipti sem Solskjær velur miðjumenn - já, segjum bara að ég er hissa að hann sé ekki orðinn sköllóttur því þetta hlýtur að fara illa með heilann á honum því það er enginn miðja hjá United.“

„Sama með hvaða miðjumenn hann spilar með þá er ekki víst að það virki. Ef þú ert að spila í fremstu víglínu þá veistu að þú ert ekki að fara fá boltann. Ef þú ert varnarmaður veistu að boltinn kemur strax til baka. Miðjan er vandamálið hjá United,“ sagði harðorður Parker.

Savage var hins vegar fljótur til og svaraði Parker á Twitter-síðu sinni í gær. Þar segir hann að þetta sé bull. Savage hafi ekki verið nægilega góður fyrir United en að McTominay hafi verið besti leikmaður United á leiktíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×