Segir McTominay nútíma Robbie Savage: „Hann hleypur bara um og sparkar í menn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2020 14:15 McTominay í leiknum sem hann meiddist í. vísir/getty Paul Parker, fyrrum varnarmaður Manchester United, er ekki hrifinn af Scott McTominay, miðjumanni Rauðu djöflanna. McTominay hefur leikið afar vel á leiktíðinni en hann hefur leikið 21 leik á leiktíðinni. Hann hefur ekki spilað eftir meiðslin á hné gegn Newcastle á öðrum degi jóla. Þrátt fyrir fínar frammistöður McTominay á leiktíðinni eru ekki allir sáttir og þar á meðal er Paul Parker sem lék með liðinu frá 1991 til 1996. „Scott McTominay er gott dæmi um vandamálið. Hann hleypur bara um og sparkar í menn. Hann er nútíma Robbie Savage. Þú þarft meira en það,“ sagði Parker í samtali við Eurosport. 'McTominay is just a modern-day Robbie Savage' - Man Utd squad in need of 10 additions, says Parker https://t.co/0aKUAXIWZKpic.twitter.com/L6kUtCeOGL— Goal Nigeria (@GoalcomNigeria) January 9, 2020 „Ef fólk er að segja að United sakni McTominay þá eru það ekki alvöru stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að hann er meiddur er að hann reyndi að sparka í einhvern og meiddi sig sjálfur. Ef fólk heldur að það sé United þá erum við ekki á góðum stað.“ „Í hvert skipti sem Solskjær velur miðjumenn - já, segjum bara að ég er hissa að hann sé ekki orðinn sköllóttur því þetta hlýtur að fara illa með heilann á honum því það er enginn miðja hjá United.“ „Sama með hvaða miðjumenn hann spilar með þá er ekki víst að það virki. Ef þú ert að spila í fremstu víglínu þá veistu að þú ert ekki að fara fá boltann. Ef þú ert varnarmaður veistu að boltinn kemur strax til baka. Miðjan er vandamálið hjá United,“ sagði harðorður Parker. Savage var hins vegar fljótur til og svaraði Parker á Twitter-síðu sinni í gær. Þar segir hann að þetta sé bull. Savage hafi ekki verið nægilega góður fyrir United en að McTominay hafi verið besti leikmaður United á leiktíðinni. Nonsense, I wasn't good enough for United , he's proven he can get into team , hold his place down , be one of United's best players this season and missed when injured ! https://t.co/MRs7Xb0ZOK— Robbie Savage (@RobbieSavage8) January 9, 2020 Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Paul Parker, fyrrum varnarmaður Manchester United, er ekki hrifinn af Scott McTominay, miðjumanni Rauðu djöflanna. McTominay hefur leikið afar vel á leiktíðinni en hann hefur leikið 21 leik á leiktíðinni. Hann hefur ekki spilað eftir meiðslin á hné gegn Newcastle á öðrum degi jóla. Þrátt fyrir fínar frammistöður McTominay á leiktíðinni eru ekki allir sáttir og þar á meðal er Paul Parker sem lék með liðinu frá 1991 til 1996. „Scott McTominay er gott dæmi um vandamálið. Hann hleypur bara um og sparkar í menn. Hann er nútíma Robbie Savage. Þú þarft meira en það,“ sagði Parker í samtali við Eurosport. 'McTominay is just a modern-day Robbie Savage' - Man Utd squad in need of 10 additions, says Parker https://t.co/0aKUAXIWZKpic.twitter.com/L6kUtCeOGL— Goal Nigeria (@GoalcomNigeria) January 9, 2020 „Ef fólk er að segja að United sakni McTominay þá eru það ekki alvöru stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að hann er meiddur er að hann reyndi að sparka í einhvern og meiddi sig sjálfur. Ef fólk heldur að það sé United þá erum við ekki á góðum stað.“ „Í hvert skipti sem Solskjær velur miðjumenn - já, segjum bara að ég er hissa að hann sé ekki orðinn sköllóttur því þetta hlýtur að fara illa með heilann á honum því það er enginn miðja hjá United.“ „Sama með hvaða miðjumenn hann spilar með þá er ekki víst að það virki. Ef þú ert að spila í fremstu víglínu þá veistu að þú ert ekki að fara fá boltann. Ef þú ert varnarmaður veistu að boltinn kemur strax til baka. Miðjan er vandamálið hjá United,“ sagði harðorður Parker. Savage var hins vegar fljótur til og svaraði Parker á Twitter-síðu sinni í gær. Þar segir hann að þetta sé bull. Savage hafi ekki verið nægilega góður fyrir United en að McTominay hafi verið besti leikmaður United á leiktíðinni. Nonsense, I wasn't good enough for United , he's proven he can get into team , hold his place down , be one of United's best players this season and missed when injured ! https://t.co/MRs7Xb0ZOK— Robbie Savage (@RobbieSavage8) January 9, 2020
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira