Enski boltinn

Stuðnings­maður Liver­pool segir eitthvað bogið við ensku deildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp og Henderson fagna með stuðningsmönnum Liverpool.
Klopp og Henderson fagna með stuðningsmönnum Liverpool. vísir/getty

Liverpool er með fjórtán stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar í enska boltanum og á einn leik til góða.

Þrátt fyrir að flestir stuðningsmenn Liverpool séu hoppandi kátir með forystuna eru það ekki allir.

Einn stuðningsmaður félagsins hringdi inn á BBC 5 í gær þar sem farið var yfir enska boltann og setti spurningarmerki við getu annara liða deildarinnar og rúmlega það.

„Eðlilega er ég ánægður með Liverpool. Hvernig ætti ég ekki að vera það?“ sagði stuðningsmaðurinn.

„En það sem ég ætlaði að segja er að það er eitthvað bogið við ensku deildina. Hin liðin eru glötuð. Mér finnst að deildin sé ekki að standa undir væntingum.“

„Hvar er Arsenal? Hvar er Chelsea? Hvar eru öll þessi félög?“







„Manchester City og Liverpool eru að standa sig vel. City hefur náð í 100 stig á síðustu tveimur leiktíðum. Ekkert lið ætti að ná því. Liverpool ætti ekki að ná 97 stigum og ekki vinna deildina.“

Stuðningsmaðurinn hélt áfram og gagnrýndi fullt af liðum sem væru að borga leikmönnum sínum fjúlgur fjár í hverri einustu viku og liðin gætu ekkert.

Innslagið áhugaverða má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×