Enski boltinn

„Liverpool er ekki að kaupa súper­stjörnur heldur býr þær til“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp hefur bæði keypt Andy Robertson og Virgil van Dijk.
Klopp hefur bæði keypt Andy Robertson og Virgil van Dijk. vísir/getty

Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, er eins og flestir aðrir Liverpool-menn himinlifandi með stöðu liðsins.

Liðið er með fjórtán stiga forskot á toppi deildarinnar eftir 1-0 sigur á Tottenham um helgina og þar að auki á liðið einn leik til góða.







Carragher segir að innkaupastefna Liverpol undanfarin ár geri árangurinn enn áhugaverðari.

„Það er ekki eins og Liverpool sé að kaupa leikmenn sem eru með einhverja sérstaka hæfileika sem enginn annar sá,“ sagði Carragher við Sky Sports.

„Robertson kom frá Hull, Wijnaldum féll með Newcastle, Salah hafði verið í Chelsea, Mane hafði verið í deildinni. Þeir eru ekki að fara í bestu félögin í heimi og kaupa bestu leikmennina.“

„Það er allt í lagi að kaupa leikmenn en það skiptir máli hvað þú gerir við þá. Stundum gleymum við því. Þegar þú færð leikmann þarftu að bæta þá og ég held að Jurgen Klopp fái ekki alltaf það hrós sem hann á skilið.“

„Liverpool er ekki að kaupa súperstjörnur heldur búa þær til,“ sagði Carragher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×