Enski boltinn

Henderson og Bronze leikmenn ársins hjá Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henderson gefur skipanir í leik Englands.
Henderson gefur skipanir í leik Englands. vísir/getty

Jordan Henderson var í gær valinn enski leikmaður ársins fyrir árið 2019 en Lucy Bronze hlaut flest atkvæði í kvennaflokki.

Bæði unnu þau Meistaradeildina á síðasta ári og áttu virkilega gott ár með enska landsliðinu.

Henderson hafði betur gegn Raheem Sterling og Harry Kane en Henderson lék sjö leiki fyrir England árið 2019.Með félagsliði sínu varð hann Evrópumeistari með Liverpool og lenti í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Einnig vann hann Ofurbikarinn og heimsmeistarakeppni félagsliða.

Varnarmaðurinn Lucy var í sigurliði Lyon í Meistaradeildinni en hún hafði betur gegn Ellen White og Beth Mead.

Bronze var lykilkona í liði Englands sem fór alla leið í undanúrslitin á HM síðasta árs.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.