Körfubolti

Fyrrum Evrópumeistari með 20 ára liði Serba til Grindavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miljan Rakić í leik með slóvakíska liðinu Inter Bratislava.
Miljan Rakić í leik með slóvakíska liðinu Inter Bratislava. Mynd/FIBA

Grindvíkingar hafa samið við reynslumikinn bakvörð en MiljanRakić mun spila með liðinu það sem eftir lifir af Domino´s deild karla.

MiljanRakić mun leysa af Dag Kár Jónsson sem er meiddur og hefur ekki spilað með Grindavíkurliðinu síðan um miðjan nóvember.

MiljanRakić verður 34 ára í maímánuði en hann er 195 sentímetra bakvörður og hefur leikið með atvinnumaður í að verða sextán ár.  Á löngum ferli hefur hann spilaði í Serbíu, í Grikklandi, í Ungverjalandi, í Slóvakíu og í Portúgal 

MiljanRakić er frá Serbíu en er einnig með ungverskt vegabréf. Grindvíkingar segja frá því að tímabilið 2016-17 hafi hann spilað í Portúgal og verið liðsfélagi Victor Moses sem spilar nú með Fjölni og er stigahæsti leikmaður Domino´s deildarinnar.

Rakić lék síðast með serbneska liðinu ProleterNaftagas á fyrri hluta þessa tímabils og var þá með 13,2 stig, 5,6 fráköst og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.

MiljanRakić lék á sínum tíma með unglingalandsliðum Serba og var í liðinu sem varð Evrópumeistari 20 ára liða árið 2006.  Hann skoraði 2,4 stig í leik og spilaði í fjórtán mínútur í úrslitaleiknum.

„Von er á Miljan á allra næstu dögum og eru bundnar vonir við að hann verði í búningi í næsta leik á móti Haukum á föstudag kl. 18:30,“ segir í frétt um MiljanRakić á fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.

Þar kemur einnig fram að leit stendur yfir af Bandaríkjamanni og að hann verði vonandi klár eftir helgi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.