Körfubolti

Fyrrum Evrópumeistari með 20 ára liði Serba til Grindavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miljan Rakić í leik með slóvakíska liðinu Inter Bratislava.
Miljan Rakić í leik með slóvakíska liðinu Inter Bratislava. Mynd/FIBA

Grindvíkingar hafa samið við reynslumikinn bakvörð en Miljan Rakić mun spila með liðinu það sem eftir lifir af Domino´s deild karla.

Miljan Rakić mun leysa af Dag Kár Jónsson sem er meiddur og hefur ekki spilað með Grindavíkurliðinu síðan um miðjan nóvember.

Miljan Rakić verður 34 ára í maímánuði en hann er 195 sentímetra bakvörður og hefur leikið með atvinnumaður í að verða sextán ár.  Á löngum ferli hefur hann spilaði í Serbíu, í Grikklandi, í Ungverjalandi, í Slóvakíu og í Portúgal 

Miljan Rakić er frá Serbíu en er einnig með ungverskt vegabréf. Grindvíkingar segja frá því að tímabilið 2016-17 hafi hann spilað í Portúgal og verið liðsfélagi Victor Moses sem spilar nú með Fjölni og er stigahæsti leikmaður Domino´s deildarinnar.

Rakić lék síðast með serbneska liðinu Proleter Naftagas á fyrri hluta þessa tímabils og var þá með 13,2 stig, 5,6 fráköst og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Miljan Rakić lék á sínum tíma með unglingalandsliðum Serba og var í liðinu sem varð Evrópumeistari 20 ára liða árið 2006.  Hann skoraði 2,4 stig í leik og spilaði í fjórtán mínútur í úrslitaleiknum.

„Von er á Miljan á allra næstu dögum og eru bundnar vonir við að hann verði í búningi í næsta leik á móti Haukum á föstudag kl. 18:30,“ segir í frétt um Miljan Rakić á fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.

Þar kemur einnig fram að leit stendur yfir af Bandaríkjamanni og að hann verði vonandi klár eftir helgi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.