Enski boltinn

Gerrard vill ekki banna börnum alfarið að skalla boltann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gerrard skallar boltann í leik með LA Galaxy.
Gerrard skallar boltann í leik með LA Galaxy. vísir/getty

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Rangers og goðsögn hjá Liverpool, vill ekki banna börnum að skalla fótbolta en er opinn fyrir breytingum á boltanum.

Mikil umræða hefur skapast um málið en meðal annars hefur verið lagt fram í Skotlandi að börn yngri en tólf ára muni ekki vera leyft að skalla boltann.

Ryan Mason, knattspyrnumaður sem spilaði með Tottenham og þurfti að leggja skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla, hefur einnig talað um að banna ætti börnum að skalla.

„Þetta er klárlega eitthvað sem ég styð svo ekki verði röskun á vitinu en það eru aðrar leiðir til þess að gera þetta heldur en að banna öllum undir tólf ára að skalla,“ sagði Gerrard.







„Ég elskaði að skalla, allt frá því ég var fjögurra ára gamall. Ég myndi ekki taka þetta alveg úr leiknum því þeir munu horfa á átrúnargoðin í sjónvarpinu að skalla boltann og skora mörk.“

„Þú getur líklega gert eitthvað annað eins og minnka boltann, vera með léttari bolta eða gera þetta á öðruvísi hátt en að þau séu að skalla þungan bolta,“ bætti Gerrard við.


Tengdar fréttir

Vill banna börnum að skalla fótbolta

Ryan Mason þurfti að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Nú ætlar hann að berjast fyrir reglubreytingu í barnafótboltanum í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×