Viðskipti erlent

Fyrr­verandi yfir­maður Danske Bank í Eist­landi fannst látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Aivar Rehe stýrði starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015.
Aivar Rehe stýrði starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015. EPA
Aivar Rehe, fyrrverandi yfirmaður útbús Danske Bank í Eistlandi, hefur fundist látinn. Hans hafði verið saknað og leitað í tvo daga. Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi.

Peningaþvættishneykslið er stærsta fjárglæpamál sem komið hefur upp á Norðurlöndunum.

Fjölskylda hins 56 ára Aivar Rehe tilkynnti um hvarf hans í eistnesku höfuðborginni Tallinn á mánudag. Lögregla sagðist þá óttast um líf Rehe, en að ekki væri talið að einhver hafi komið að hvarfinu. Lögregla notaðist við leitarhunda og dróna á mánudag og í gær.

Fé frá fyrrverandi Sovétlýðveldum

Yfirvöld í Bandaríkjunum, Eistlandi, Danmörku og Frakklandi hafa nú Danske Bank til rannsóknar vegna gruns um að peningaþvætti. Hafi gríðarlega mikið fé frá Rússlandi, Moldóvu og Aserbaídsjan verið þvættað í gegnum útibúi bankans.

Rehe hafði áður sagt að farið hafi verið að öllum reglum bankans um eftirlit. Saksóknarar í Eistlandi segir að alls séu tíu fyrrverandi starfsmenn bankans í Eistlandi grunaðir um aðild að peningingaþvættinu, aðallega lægra settir, og að Rehe væri ekki einn þeirra.

Fjölmargir háttsettir menn innan bankans hafa þurft að yfirgefa Danske Bank og þannig er Thomas Borgen, fyrrverandi forstjóri bankans, í hópi þeirra sem dönsk yfirvöld hafa ákært vegna málsins.


Tengdar fréttir

Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður

Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×