Körfubolti

Hörður Axel: Við erum orðnir hungraðir

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Hörður Axel var flottur í kvöld
Hörður Axel var flottur í kvöld vísir

„Fyrst til að byrja með langar mig að þakka Njarðvík fyrir frábæra umgjörð ásamt Stöð 2 Sport. Að heiðra minningu Ölla svona er frábært,“ sagði sigurreifur Hörður Axel eftir sigur Keflvíkinga gegn nágrönnum sínum í Njarðvík í kvöld. Leikurinn í kvöld var til heiðurs Örlygs heitins Sturlussonar sem lést á þessum degi fyrir tuttugu árum.

Nokkuð jafnt var á liðunum í fyrri hálfleik en Keflvíkingar voru hins vegar lungað af leiknum með forystu.

Mér fannst við skrefinu á undan allan leikinn en misstum aðeins dampinn í upphafi fjórða og Njarðvíkingar minnkuðu muninn.“

Keflvíkingar áttu hins vegar virkilega sterkar lokamínútur í leiknum og það innsiglaði sterkan sigur þeirra.

„Við fundum góða taktík í lokin sem þeir áttu í bölvuðu basli með. Vörnin hjá okkur var mjög góð í kvöld.“

Keflvíkingar líta ofboðslega vel út og eru til alls líklegir í baráttunni um þann stóra í vor.

„Það er ansi langt að Keflavík gerði eitthvað að viti og við erum orðnir hungraðir. Ef allt smellur rétt erum við líklegir til afreka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.