Körfubolti

Í minningu Ölla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ölli var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur 1998, aðeins 16 ára.
Ölli var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur 1998, aðeins 16 ára. mynd/stöð 2 sport

Örlygs Arons Sturlusonar var minnst fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í Domino's deild karla í kvöld. Örlygur lést á þessum degi, 16. janúar, fyrir 20 árum.

Fyrir leikinn ræddi Kjartan Atli Kjartansson við þá Hermann Hauksson, Benedikt Guðmundsson og Teit Örlygsson um Örlyg, eða Ölla eins og hann var jafnan kallaður.

Einnig voru sýnd viðtöl sem tekin voru við ýmsa sem þekktu Ölla.

Guðjón Guðmundsson og Svali Björgvinsson lýstu leiknum í kvöld. Þeir lýstu einnig einum af síðustu leikjunum sem Ölli spilaði í desember 1999 þegar Njarðvík vann Keflavík.

Allur aðgangseyrir leiksins rann í Minningarsjóð Ölla. Honum er ætlað að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Áhorfendur, starfsmenn, dómarar og leikmenn borguðu sig inn á leikinn.

Alls safnaðist ein milljón króna í kvöld og þá keypti Coca Cola á Íslandi síðustu treyjuna sem Ölli spilaði í á 500.000 krónur.

Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins: 0322-26-021585, kt. 461113-1090.

Umfjöllun Stöðvar 2 Sports fyrir leikinn má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Til minningar um Ölla

 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.