Viðskipti innlent

Hækkanir á fast­eigna­gjöldum oft langt um­fram 2,5 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Verðlagseftirlitið tók saman breytingar á fasteignagjöldum milli áranna 2019 og 2020 og voru breytingarnar reiknaðar í krónum miðað við meðal fasteigna- og lóðamat í ákveðnum hverfum hjá þeim sveitarfélögum sem eru til skoðunar.
Verðlagseftirlitið tók saman breytingar á fasteignagjöldum milli áranna 2019 og 2020 og voru breytingarnar reiknaðar í krónum miðað við meðal fasteigna- og lóðamat í ákveðnum hverfum hjá þeim sveitarfélögum sem eru til skoðunar. vísir/vilhelm

Hækkanir milli ára á fasteignagjöldum í mörgum af fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins er í mörgum tilfellum langt umfram 2,5 prósent.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verðlagseftirliti ASÍ en þar er bent á að hækkanirnar eru langt umfram þau loforð sem gefin voru í tengslum við lífskjarasamningana, en Samband íslenskra sveitarfélaga lýsti stuðningi við þau með tilmælum til sveitarfélaga um að gjaldskrárhækkanir vegna ársins 2020 yrðu ekki umfram 2,5 prósent.

Verðlagseftirlitið tók saman breytingar á fasteignagjöldum milli áranna 2019 og 2020 og voru breytingarnar reiknaðar í krónum miðað við meðal fasteigna- og lóðamat í ákveðnum hverfum hjá þeim sveitarfélögum sem eru til skoðunar. Fasteignagjöld eru í flestum tilfellum lögð á miðað við fasteigna- og lóðamat.

„Gjöld á 100 fm íbúð í fjölbýli hækka mest á Sauðárkróki um 14,93% eða 36.991 kr. en næst mest á Egilsstöðum um 11,06% eða 29.515 kr. Ef miðað er við 200 fm einbýli hækka gjöldin mest á Egilstöðum, 10,3% eða um 46.756 og næst mest í Glerárhverfi á Akureyri um 7,7% eða 27.000 krónur. […] Fasteignagjöldin lækkuðu mest í Keflavík sé miðað við 100 fm fjölbýli, -9,61% eða 28.722 kr. og næst mest í Njarðvík, -3,88% % eða um 10.223 kr. Sé miðað við 200 fm einbýli lækkuðu fasteignagjöldin mest á Ísafirði, -9,3% eða um 38.969 kr. og næst mest í Njarðvík, -4,4% eða um 24.364 kr,“ segir í tilkynningunni.

Nánar má lesa um könnunina á vef ASÍ en að neðan má sjá upplýsingar um breytingar á álagningarprósentum og á fasteigna- og lóðamati.

ASÍ


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.