Körfubolti

Daníel Guðni ósáttur með aganefnd KKÍ: Ekki í fyrsta sinn í vetur sem þeir eru með allt niður um sig

Smári Jökull Jónsson í Mustad-höllinni skrifar
Daníel Guðni Guðmundsson er ekki sáttur með aganefnd KKÍ.
Daníel Guðni Guðmundsson er ekki sáttur með aganefnd KKÍ. Vísir/Daníel

Nú er í gangi leikur Grindavíkur og Hauka í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Í viðtali við Daníel Guðna Guðmundsson, þjálfara Grindavíkur, fyrir leik kom fram mikil óánægja vegna mistaka aganefndar KKÍ í aðdraganda leiksins.

Daníel sagði í viðtali við blaðamann Vísis að vegna mistaka agnefndar KKÍ væri Gerald Robinson í leikmannahópi Hauka í kvöld þrátt fyrir að hafa verið rekinn úr húsi í síðasta leik Hauka gegn KR.

Robinson var rekinn úr húsí í gegn KR fyrir brot á Matthíasi Erni Sigurðarsyni undir lok leiksins gegn KR. Ef leikmenn fá brottvísun eiga þeir að fara í leikbann í næsta leik á eftir. Robinson er hins vegar með leikheimild í kvöld og Grindvíkingar eru allt annað en sáttir.

„Það segir skýrt í lögum og reglugerðum hjá KKÍ hvernig aganefnd vinnur og ef leikmenn fá brottrekstur er það sjálfkrafa bann í næsta leik. Þetta er mjög sérstakt í hvaða sandkassa aganefndin er að vinna núna og þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem þeir eru með allt niður um sig," sagði Daníel Guðni við Vísi nú fyrir leikinn í kvöld.

"Þeir segja að það hafi orðið mistök í dómsorði. Hann var áminntur en á svo að vera í banni í næsta leik gegn Fjölni. Maður var búinn að undirbúa það þannig að sækja á þá þar sem Gerald væri ekki með. En við fengum að vita í dag að hann myndi spila og við þurfum að gíra okkur í það."

Leikurinn er nýhafinn í Mustad-höllinni og hægt er að fylgjast með beinni textalýsingu með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.