Enski boltinn

Klopp: Afríku­mótið í janúar er kata­strófa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er allt annað en sáttur með að búið sé að færa Afríkumótið árið 2021 fram til janúar.

Mótið var haldið í júní og júlí á þessu ári en næsta mót verður haldið frá 9. janúar til 6. febrúar vegna veðurskilyrða í Kamerún þar sem mótið fer næst fram.

Afrískir leikmenn Liverpool gætu því misst af mánuði af enska boltanum. Klopp var spurður út í þetta á blaðamannafundi Liverpool í gær.

„Viljiði í alvörunni að ég opni þessa bók? Ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir Afríkukeppninni. Ég hef horft á þetta oft og undir mismunandi kringumstæðum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi gærdagsins.

„Auðvitað er það vandamál að spila á miðju tímabili. Þetta er um vetur hjá þeim og ég skil það. Þetta hjálpar ekki afrísku leikmönnunum.“

„Við erum ekki að fara selja Mane, Salah eða Keita því þeir eru að fara spila í janúar, auðvitað ekki, en ef þú ert að hugsa um að kaupa leikmann þarftu að hugsa út í það að hann spili ekki í janúar. Við verðum að hugsa út í það.“







„FIFA, sem ætti að stíga inn í, virðist ekki fá að vera með í ákvörðunum. Þetta er skrýtin staða. Ef við viljum færri leiki munu þeir segja minni peningur. Ég myndi segja já við því. Ég er tilbúinn í það.“

„Þessi mót eru spilað af leikmönnunum og þeir fá enga hvíld. Ég finn til með Harry Kane sem missir liklega af EM útaf hann spilaði svo marga leiki. Þetta er ekki auðvelt og enginn hugsar um velferð leikmannanna. Yfirvöld þurfa að komast að niðurstöðu í þessu.“

„Enginn talar við hvorn annan. Þeir taka bara sína ákvörðun. Allir hafa einhverja ákvörðun við að setja nýja keppni á laggirnar og halda sinni keppni úti. Þetta er vandamálið. Fyrir okkur er þetta katastrófa,“ sagði brúnaþungur Klopp.

Liverpool mætir Manchester United í stórleik helgarinnar á morgun í enska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×