Viðskipti innlent

Trymbill Hatara hættir í orkudrykkjunum og snýr sér að dansinum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar Hrafn vakti mikla athygli í Eurovision í fyrra í hlutverki gimpsins.
Einar Hrafn vakti mikla athygli í Eurovision í fyrra í hlutverki gimpsins.

Einar Hrafn Stefánsson, trommari Hatara, hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dansflokknum.

Einar er með B.S. í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands auk gráðu í hljóðtækni frá SAE í Amsterdam. Einar starfaði sem markaðsfulltrúi og viðburðastjóri hjá Red Bull í Ölgerðinni frá 2017.

Einar er í hljómsveitinni Vök sem vann „plötu ársins í raftónlist“ á Íslensku tónlistarverðlaunum 2017. Einnig er hann einn af stofnendum gjörningasveitarinnar Hatari sem hefur gert víðreist og vakið heimsathygli fyrir frumlega framkomu, tónlist og pólitískan boðskap.

Í tilkynningunni kemur fram að Einar hafi víðtæka reynslu í markaðssetningu sviðslista ásamt því að vera vel kunnugur tónlistarmenningu hér sem og erlendis.

Haustið 2019 fékk hann viðurkenningu frá JCI Ísland fyrir framlag sitt til menningarstarfsemi sem einn af ‘framúrskarandi ungum Íslendingum’.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,64
52
10.437
MAREL
3,03
34
496.121
ARION
0,99
26
250.103
REGINN
0,59
1
1.200
ICESEA
0,49
6
8.214

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,41
2
451
SIMINN
-2,02
10
348.705
SJOVA
-1,97
8
83.952
KVIKA
-1,63
4
55.058
SYN
-1,11
5
2.142
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.