Manchester United á tvenn af þrennum verstu leikmannakaupum áratugarins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 22:30 Alexis Sanchez upplifði erfiða tíma hjá Manchester United. Getty/Shaun Botterill Nú þegar nýr áratugur gengur í garð eru menn duglegir að gera upp síðustu tíu ár. Þar á meðal hafa menn komist að því hver séu verstu leikmannakaup ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta frá 2010 til 2019. Sá listi frá GiveMeSport kemur ekkert alltof vel út fyrir lið Manchester United sem á tvö af þremur verstu leikmannakaupum áratugarins og alls fjögur inn á topp tíu. Verstu leikmannakaup áratugarins eru í raun leikmannaskipti. Það er þegar Manchester United fékk Alexis Sanchez frá Arsenal. Alexis Sanchez var ein af stórstjörnum ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann spilaði með Arsenal en var algjörlega heillum horfinn í búningi Manchester United. 9) Memphis Depay - PSV to Man Utd 7) Neymar - Barcelona to PSG 2) Philippe Coutinho - Liverpool to Barcelona Let's hope the next 10 years aren't dominated by transfer shockers like these https://t.co/DeKKNtQMRq— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 4, 2020 Barcelona á næstverstu kaupin eða þegar félagið borgaði Liverpool 102 milljónir punda fyrir Philippe Coutinho. Liverpool nýtti þessa peninga til að kaupa öfluga leikmenn eins og þá Allison og Virgil van Dijk. Manchester United er einnig í þriðja sætið frá því að félagið borgaði Real Madrid 59,7 milljónir punda fyrir Argentínumanninn Ángel Di María. Di María náði sér ekki á strik á Old Trafford og var farinn Paris Saint-Germain til innan árs. Manchester United á líka mennina í sjötta og níunda sæti. Félagið borgaði portúgalska félaginu Vitoria 7,4 milljónir punda fyrir Bebe árið 2010 og keypti Memphis Depay á 31 milljón punda frá PSV Eindhoven árið 2015. Það er aðeins eitt annað enskt félag sem kemst á þennan lista en það er lið Chelsea fyrir kaup sína á Danny Drinkwater frá Leicester City árið 2017. Hin liðin sem komast á þennan óvinsæla lista eru Barcelona (2 sinnum), Atletico Madrid, AC Milan og Paris Saint-Germain.Tíu verstu leikmannakaupin frá 2010 til 2019: 10) Paco Alcacer | Valencia til Barcelona (2016) | 25,58 milljónir punda 9) Memphis Depay | PSV til Manchester United (2015) | 31 milljón punda 8) Thomas Lemar | Mónakó til Atletico Madrid (2018) | 51 milljón punda 7) Neymar | Barcelona til Paris Saint-Germain (2017) | 189 milljónir punda 6) Bebe | Vitoria til Manchester United (2010) | 7,4 milljónir punda 5) Danny Drinkwater | Leicester City til Chelsea (2017) | 35 milljónir punda 4) Leonardo Bonucci | Juventus til AC Milan (2017) | 35 milljónir punda 3) Angel Di Maria | Real Madrid til Manchester United (2014) | 59,7 milljónir punda 2) Philippe Coutinho | Liverpool til Barcelona (2018) | 102 milljónir punda 1) Alexis Sanchez | Arsenal til Manchester United (2018) | Leikmannaskipti Það má finna meira um þessu slæmu kaup með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Nú þegar nýr áratugur gengur í garð eru menn duglegir að gera upp síðustu tíu ár. Þar á meðal hafa menn komist að því hver séu verstu leikmannakaup ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta frá 2010 til 2019. Sá listi frá GiveMeSport kemur ekkert alltof vel út fyrir lið Manchester United sem á tvö af þremur verstu leikmannakaupum áratugarins og alls fjögur inn á topp tíu. Verstu leikmannakaup áratugarins eru í raun leikmannaskipti. Það er þegar Manchester United fékk Alexis Sanchez frá Arsenal. Alexis Sanchez var ein af stórstjörnum ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann spilaði með Arsenal en var algjörlega heillum horfinn í búningi Manchester United. 9) Memphis Depay - PSV to Man Utd 7) Neymar - Barcelona to PSG 2) Philippe Coutinho - Liverpool to Barcelona Let's hope the next 10 years aren't dominated by transfer shockers like these https://t.co/DeKKNtQMRq— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 4, 2020 Barcelona á næstverstu kaupin eða þegar félagið borgaði Liverpool 102 milljónir punda fyrir Philippe Coutinho. Liverpool nýtti þessa peninga til að kaupa öfluga leikmenn eins og þá Allison og Virgil van Dijk. Manchester United er einnig í þriðja sætið frá því að félagið borgaði Real Madrid 59,7 milljónir punda fyrir Argentínumanninn Ángel Di María. Di María náði sér ekki á strik á Old Trafford og var farinn Paris Saint-Germain til innan árs. Manchester United á líka mennina í sjötta og níunda sæti. Félagið borgaði portúgalska félaginu Vitoria 7,4 milljónir punda fyrir Bebe árið 2010 og keypti Memphis Depay á 31 milljón punda frá PSV Eindhoven árið 2015. Það er aðeins eitt annað enskt félag sem kemst á þennan lista en það er lið Chelsea fyrir kaup sína á Danny Drinkwater frá Leicester City árið 2017. Hin liðin sem komast á þennan óvinsæla lista eru Barcelona (2 sinnum), Atletico Madrid, AC Milan og Paris Saint-Germain.Tíu verstu leikmannakaupin frá 2010 til 2019: 10) Paco Alcacer | Valencia til Barcelona (2016) | 25,58 milljónir punda 9) Memphis Depay | PSV til Manchester United (2015) | 31 milljón punda 8) Thomas Lemar | Mónakó til Atletico Madrid (2018) | 51 milljón punda 7) Neymar | Barcelona til Paris Saint-Germain (2017) | 189 milljónir punda 6) Bebe | Vitoria til Manchester United (2010) | 7,4 milljónir punda 5) Danny Drinkwater | Leicester City til Chelsea (2017) | 35 milljónir punda 4) Leonardo Bonucci | Juventus til AC Milan (2017) | 35 milljónir punda 3) Angel Di Maria | Real Madrid til Manchester United (2014) | 59,7 milljónir punda 2) Philippe Coutinho | Liverpool til Barcelona (2018) | 102 milljónir punda 1) Alexis Sanchez | Arsenal til Manchester United (2018) | Leikmannaskipti Það má finna meira um þessu slæmu kaup með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira