Framkvæmdastjóri Fótbolta.net lýsir „fimm svipuhöggum ríkisins“ og býður lesendum að styrkja miðilinn beint Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2020 15:20 Hafliði Breiðfjörð er framkvæmdastjóri Fótbolta.net. Hann á 95% í miðlinum á móti Magnúsi Má Einarssyni, ritstjóra, sem á 5%. Fótbolti.net var stofnaður í apríl 2002. Heiða Dís Bjarnadóttir Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vefsíðu sem sérhæfir sig í fréttaflutningi og umfjöllun um fótbolta bæði af innlendum og erlendum vettvangi, vandar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og íslenska ríkinu ekki kveðjurnar í pistli sem hann birti á síðunni í dag. Þar gagnrýnir hann fjölmiðlafrumvarp Lilju sem hún lagði fram á Alþingi fyrir jól og bíður enn samþykkis þingsins. Bendir Hafliði á að í frumvarpinu sé klásúla sem útiloki Fótbolta.net frá því að sitja við sama borð og aðrir miðlar. Fótbolti.net viti nú við að baráttan við að fá þeirri grein breytt sé töpuð. Efnið skuli vera fjölbreytt og til dæmis ekki bara bundið við íþróttir Greinin sem Hafliði vísar í er undir þeim lið frumvarpsins sem fjallar um skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði til fjölmiðla. Þar segir:e. Efni sem birtist í fjölmiðli skal vera fjölbreytt og ætlað fyrir almenning á Íslandi. Í greinargerð frumvarpsins er þetta skilyrði útskýrt nánar. Þar kemur fram að það sé matskennt en almennt megi segja að í áskilnaði um fjölbreytileika efnis sé átt við að efni hafi breiða skírskotun og að efnistök séu fjölbreytt og almenn. Efnið sem birtist sé þannig ekki eingöngu bundið við afmarkað eða afmörkuð svið og eru íþróttir teknar þar sem dæmi. Hafliði lýsir síðan „fimm svipuhöggum ríkisins“, það eru atriði þar sem ríkið lætur halla á Fótbolta.net þegar lög um fjölmiðla hafa tekið gildi: „1) Ríkið endurgreiðir samkeppnisaðilum okkar 20% af kostnaði við vinnslu frétta en okkur ekkert. 2) Ríkið rekur stóran fjölmiðil, RÚV, í samkeppni við okkur um auglýsingatekjur. RÚV tekur 2,2 milljarða á ári af auglýsingamarkaðnum. 3) Ríkið rukkar íslenska fjölmiðla um skatta en Facebook og Google sem taka æ meiri hlut af íslenska auglýsingamarkaðnum starfa skattlaust á Íslandi. Gleymum ekki að Amazon innheimtir gjöld fyrir íslenska ríkið svo það ætti að vera hægt að gera samskonar með Facebook og Google. 4) Ríkið bannar íslenskum fjölmiðlum að auglýsa veðmálastarfsemi og áfengi. Samt eru veðmála- og og áfengisauglýsingar áberandi hér á landi. Ýmist á erlendum vefmiðlum sem Íslendingar lesa, fótboltavöllum og búningum sem sjást í sjónvarpsútsendingum hér á landi sem og erlendum tímaritum. 5) Ríkið greiðir stærstu fjölmiðlum í einkaeigu á Íslandi yfir 150 milljónir á ári fyrir auglýsingar og áskriftir. Fótbolti.net fær ekkert úr þeim potti,“ segir í pistli Hafliða. Segir reksturinn í járnum Miðillinn er þó ekki af baki dottinn, þrátt fyrir rekstrarerfiðleika sem Hafliði lýsir í pistlinum heldur ætlar sér að sækja fram með stuðningi lesenda og bjóða þeim upp á að styrkja vefinn beint: „Það bendir margt til minnkandi umfjöllunar annarra fjölmiðla um íþróttir. Morgunblaðið sagði upp 60% fastastarfsmanna á íþróttadeild og er ekki lengur að fylgja landsliðum okkar eftir í verkefnum erlendis. Auk þess hafa verið uppsagnir á öðrum fjölmiðlum og sameiningar að ganga í gegn. Á árinu 2019 lækkaði velta Fótbolta.net um rúm 20% frá árinu 2018 og ljóst að reksturinn er í járnum. Fótbolti.net ætlar að koma standandi út úr þessum ólgusjó og auka frekar í en að draga úr umfjöllun. Þó er ljóst að við munum óska eftir aðstoð lesenda til þess.Taktu þátt með því að styrkja starfið Frá og með deginum í dag mun Fótbolti.net óska eftir því við lesendur að taka þátt í áframhaldandi starfi miðilsins með mánaðarlegum styrktargreiðslum. Ég vil biðja alla þá lesendur sem kunna að meta umfjöllun okkar að taka þátt. Með ykkar stuðningi mun umfjöllun okkar aukast enn frekar í stað þess að minnka.“ Þegar Vísir hafði samband við Hafliða á þriðja tímanum til að forvitnast hvort einhverjir lesendur hefðu nú þegar styrkt miðilinn svaraði hann því til að hann hefði fengið góð viðbrögð við pistlinum og að það væru komnir einhverjir styrktaraðilar. Fjölmiðlar Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vefsíðu sem sérhæfir sig í fréttaflutningi og umfjöllun um fótbolta bæði af innlendum og erlendum vettvangi, vandar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og íslenska ríkinu ekki kveðjurnar í pistli sem hann birti á síðunni í dag. Þar gagnrýnir hann fjölmiðlafrumvarp Lilju sem hún lagði fram á Alþingi fyrir jól og bíður enn samþykkis þingsins. Bendir Hafliði á að í frumvarpinu sé klásúla sem útiloki Fótbolta.net frá því að sitja við sama borð og aðrir miðlar. Fótbolti.net viti nú við að baráttan við að fá þeirri grein breytt sé töpuð. Efnið skuli vera fjölbreytt og til dæmis ekki bara bundið við íþróttir Greinin sem Hafliði vísar í er undir þeim lið frumvarpsins sem fjallar um skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði til fjölmiðla. Þar segir:e. Efni sem birtist í fjölmiðli skal vera fjölbreytt og ætlað fyrir almenning á Íslandi. Í greinargerð frumvarpsins er þetta skilyrði útskýrt nánar. Þar kemur fram að það sé matskennt en almennt megi segja að í áskilnaði um fjölbreytileika efnis sé átt við að efni hafi breiða skírskotun og að efnistök séu fjölbreytt og almenn. Efnið sem birtist sé þannig ekki eingöngu bundið við afmarkað eða afmörkuð svið og eru íþróttir teknar þar sem dæmi. Hafliði lýsir síðan „fimm svipuhöggum ríkisins“, það eru atriði þar sem ríkið lætur halla á Fótbolta.net þegar lög um fjölmiðla hafa tekið gildi: „1) Ríkið endurgreiðir samkeppnisaðilum okkar 20% af kostnaði við vinnslu frétta en okkur ekkert. 2) Ríkið rekur stóran fjölmiðil, RÚV, í samkeppni við okkur um auglýsingatekjur. RÚV tekur 2,2 milljarða á ári af auglýsingamarkaðnum. 3) Ríkið rukkar íslenska fjölmiðla um skatta en Facebook og Google sem taka æ meiri hlut af íslenska auglýsingamarkaðnum starfa skattlaust á Íslandi. Gleymum ekki að Amazon innheimtir gjöld fyrir íslenska ríkið svo það ætti að vera hægt að gera samskonar með Facebook og Google. 4) Ríkið bannar íslenskum fjölmiðlum að auglýsa veðmálastarfsemi og áfengi. Samt eru veðmála- og og áfengisauglýsingar áberandi hér á landi. Ýmist á erlendum vefmiðlum sem Íslendingar lesa, fótboltavöllum og búningum sem sjást í sjónvarpsútsendingum hér á landi sem og erlendum tímaritum. 5) Ríkið greiðir stærstu fjölmiðlum í einkaeigu á Íslandi yfir 150 milljónir á ári fyrir auglýsingar og áskriftir. Fótbolti.net fær ekkert úr þeim potti,“ segir í pistli Hafliða. Segir reksturinn í járnum Miðillinn er þó ekki af baki dottinn, þrátt fyrir rekstrarerfiðleika sem Hafliði lýsir í pistlinum heldur ætlar sér að sækja fram með stuðningi lesenda og bjóða þeim upp á að styrkja vefinn beint: „Það bendir margt til minnkandi umfjöllunar annarra fjölmiðla um íþróttir. Morgunblaðið sagði upp 60% fastastarfsmanna á íþróttadeild og er ekki lengur að fylgja landsliðum okkar eftir í verkefnum erlendis. Auk þess hafa verið uppsagnir á öðrum fjölmiðlum og sameiningar að ganga í gegn. Á árinu 2019 lækkaði velta Fótbolta.net um rúm 20% frá árinu 2018 og ljóst að reksturinn er í járnum. Fótbolti.net ætlar að koma standandi út úr þessum ólgusjó og auka frekar í en að draga úr umfjöllun. Þó er ljóst að við munum óska eftir aðstoð lesenda til þess.Taktu þátt með því að styrkja starfið Frá og með deginum í dag mun Fótbolti.net óska eftir því við lesendur að taka þátt í áframhaldandi starfi miðilsins með mánaðarlegum styrktargreiðslum. Ég vil biðja alla þá lesendur sem kunna að meta umfjöllun okkar að taka þátt. Með ykkar stuðningi mun umfjöllun okkar aukast enn frekar í stað þess að minnka.“ Þegar Vísir hafði samband við Hafliða á þriðja tímanum til að forvitnast hvort einhverjir lesendur hefðu nú þegar styrkt miðilinn svaraði hann því til að hann hefði fengið góð viðbrögð við pistlinum og að það væru komnir einhverjir styrktaraðilar.
Fjölmiðlar Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira