Sportpakkinn: Naumur sigur toppliðsins á botnliðinu og KR valtaði yfir Keflavík Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2020 18:00 vísir/bára Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í gær en Arnar Björnsson gerði leikjunum skil í innslagi sínum í Sportpakkanum. Grindavík tapaði öllum leikjum sínum fyrir áramót en vann sinn 1. sigur gegn Breiðabliki 4. janúar í 1. leiknum á nýju ári. Í gærkvöldi var efsta liðið, Valur í heimsókn. Það var erfitt að merkja að liðin væru á sitt hvorum enda stigatöflunnar. Grindavík byrjaði vel og var með fjögurra stiga forystu eftir 1. leikhluta og þegar 2 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var munurinn kominn í 12 stig, Grindavík hafði þá skorað 13 stig í röð. Þrefaldir meistarar tóku þá við sér, munurinn í hálfleik var 5 stig. Þegar 4 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Grindavík með 11 stiga forystu en Valur svaraði með 14 stigum í röð. Kiana Johnson fór fyrir Valsliðinu, skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir var næststigahæst, skoraði 18 stig. Lokakaflinn var spennandi. Bríet Sif Hinriksdóttir fylgdi eftir frábærum leik gegn Breiðabliki, skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. Jordan Reynolds var næst stigahæst, skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Svo fór að Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sigurinn með minnsta mun, 74-73. Grindavíkurliðið hefur sýnt í tveimur síðustu leikjum að það býr margt í liðinu og það verður spennandi að sjá hvernig því vegnar í næstu leikjum. Klippa: Uppgjör á 15. umferð Dominos-deildar kvenna KR og Keflavík voru jöfn að stigum fyrir leik liðanna í vesturbæ Reykjavíkur, tveimur sigrum á eftir Val. Keflavík átti leik til góða. Keflavík byrjaði betur en KR náði snemma forystunni og hélt henni til hálfleiks, staðan þá 39-34. Í seinni hálfleik fór allt úr skorðum hjá Keflavík og KR gékk á lagið. Aðeins 19 stig voru skoruð í þriðja leikhluta, KR skoraði 14 stig gegn 5 stigum Keflavíkur. Það gékk allt á afturfótunum í sókn Keflavíkur, skotin fóru víðsfjærri körfuhringnum. KR átti engan stjörnuleik en sigurinn var öruggur, 69-47. Keflavík skoraði aðeins 12 stig í seinni hálfleik. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 20 stig en Hildur Björg Kjartansdóttir átti fínan leik, skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Daniela Morillo var stigahæst hjá Keflavík, skoraði 24 stig og tók 14 fráköst en skotnýting hennar var arfaslök líkt og hjá félögum hennar í liðinu. Haukar mættu í Borgarnes með fimm sigra í farteskinu, í þeirri sigurhrinu höfðu Haukar unnið topplið Vals og KR. Skallagrímur vann leik liðanna í lok nóvember og það var snemma ljóst að Haukar ættu í basli. Emilie Hesseldal skoraði 27 stig og tók 17 fráköst fyrir Skallagrím, Keira Robinson skoraði 19 stig og fyrirliðinn Sigrún Ámundadóttir skoraði 11 stig og tók 13 fráköst. Skallagrímur vann 73-59 og jafnaði Hauka að stigum. Liðin eru með 18 stig. Randi Brown var langstigahæst hjá Haukum, skoraði 31 stig. Snæfell hafði forystuna allan tímann gegn Breiðabliki í leik liðanna í Stykkishólmi. Staðan eftir 1. leikhluta 21-10 en í hálfleik munaði 8 stigum á liðunum. Breiðablik minnkaði muninn í 3 stig í byrjun seinni hálfleiks og Snæfell lét forystuna ekki af hendi og vann 67-61. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik, skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Amarah Coleman kom næst með 18 stig. Danni Williams var í sérflokki hjá Breiðabliki, skoraði 34 stig og tók 10 fráköst. Hún hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Williams er stigahæst í deildinni, með 30 stig að meðaltali og næst hæst í fráköstunum, með 13,3 að meðaltali í vetur. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í gær en Arnar Björnsson gerði leikjunum skil í innslagi sínum í Sportpakkanum. Grindavík tapaði öllum leikjum sínum fyrir áramót en vann sinn 1. sigur gegn Breiðabliki 4. janúar í 1. leiknum á nýju ári. Í gærkvöldi var efsta liðið, Valur í heimsókn. Það var erfitt að merkja að liðin væru á sitt hvorum enda stigatöflunnar. Grindavík byrjaði vel og var með fjögurra stiga forystu eftir 1. leikhluta og þegar 2 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var munurinn kominn í 12 stig, Grindavík hafði þá skorað 13 stig í röð. Þrefaldir meistarar tóku þá við sér, munurinn í hálfleik var 5 stig. Þegar 4 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Grindavík með 11 stiga forystu en Valur svaraði með 14 stigum í röð. Kiana Johnson fór fyrir Valsliðinu, skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir var næststigahæst, skoraði 18 stig. Lokakaflinn var spennandi. Bríet Sif Hinriksdóttir fylgdi eftir frábærum leik gegn Breiðabliki, skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. Jordan Reynolds var næst stigahæst, skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Svo fór að Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sigurinn með minnsta mun, 74-73. Grindavíkurliðið hefur sýnt í tveimur síðustu leikjum að það býr margt í liðinu og það verður spennandi að sjá hvernig því vegnar í næstu leikjum. Klippa: Uppgjör á 15. umferð Dominos-deildar kvenna KR og Keflavík voru jöfn að stigum fyrir leik liðanna í vesturbæ Reykjavíkur, tveimur sigrum á eftir Val. Keflavík átti leik til góða. Keflavík byrjaði betur en KR náði snemma forystunni og hélt henni til hálfleiks, staðan þá 39-34. Í seinni hálfleik fór allt úr skorðum hjá Keflavík og KR gékk á lagið. Aðeins 19 stig voru skoruð í þriðja leikhluta, KR skoraði 14 stig gegn 5 stigum Keflavíkur. Það gékk allt á afturfótunum í sókn Keflavíkur, skotin fóru víðsfjærri körfuhringnum. KR átti engan stjörnuleik en sigurinn var öruggur, 69-47. Keflavík skoraði aðeins 12 stig í seinni hálfleik. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 20 stig en Hildur Björg Kjartansdóttir átti fínan leik, skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Daniela Morillo var stigahæst hjá Keflavík, skoraði 24 stig og tók 14 fráköst en skotnýting hennar var arfaslök líkt og hjá félögum hennar í liðinu. Haukar mættu í Borgarnes með fimm sigra í farteskinu, í þeirri sigurhrinu höfðu Haukar unnið topplið Vals og KR. Skallagrímur vann leik liðanna í lok nóvember og það var snemma ljóst að Haukar ættu í basli. Emilie Hesseldal skoraði 27 stig og tók 17 fráköst fyrir Skallagrím, Keira Robinson skoraði 19 stig og fyrirliðinn Sigrún Ámundadóttir skoraði 11 stig og tók 13 fráköst. Skallagrímur vann 73-59 og jafnaði Hauka að stigum. Liðin eru með 18 stig. Randi Brown var langstigahæst hjá Haukum, skoraði 31 stig. Snæfell hafði forystuna allan tímann gegn Breiðabliki í leik liðanna í Stykkishólmi. Staðan eftir 1. leikhluta 21-10 en í hálfleik munaði 8 stigum á liðunum. Breiðablik minnkaði muninn í 3 stig í byrjun seinni hálfleiks og Snæfell lét forystuna ekki af hendi og vann 67-61. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik, skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Amarah Coleman kom næst með 18 stig. Danni Williams var í sérflokki hjá Breiðabliki, skoraði 34 stig og tók 10 fráköst. Hún hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Williams er stigahæst í deildinni, með 30 stig að meðaltali og næst hæst í fráköstunum, með 13,3 að meðaltali í vetur.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira