Sportpakkinn: Naumur sigur toppliðsins á botnliðinu og KR valtaði yfir Keflavík Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2020 18:00 vísir/bára Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í gær en Arnar Björnsson gerði leikjunum skil í innslagi sínum í Sportpakkanum. Grindavík tapaði öllum leikjum sínum fyrir áramót en vann sinn 1. sigur gegn Breiðabliki 4. janúar í 1. leiknum á nýju ári. Í gærkvöldi var efsta liðið, Valur í heimsókn. Það var erfitt að merkja að liðin væru á sitt hvorum enda stigatöflunnar. Grindavík byrjaði vel og var með fjögurra stiga forystu eftir 1. leikhluta og þegar 2 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var munurinn kominn í 12 stig, Grindavík hafði þá skorað 13 stig í röð. Þrefaldir meistarar tóku þá við sér, munurinn í hálfleik var 5 stig. Þegar 4 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Grindavík með 11 stiga forystu en Valur svaraði með 14 stigum í röð. Kiana Johnson fór fyrir Valsliðinu, skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir var næststigahæst, skoraði 18 stig. Lokakaflinn var spennandi. Bríet Sif Hinriksdóttir fylgdi eftir frábærum leik gegn Breiðabliki, skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. Jordan Reynolds var næst stigahæst, skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Svo fór að Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sigurinn með minnsta mun, 74-73. Grindavíkurliðið hefur sýnt í tveimur síðustu leikjum að það býr margt í liðinu og það verður spennandi að sjá hvernig því vegnar í næstu leikjum. Klippa: Uppgjör á 15. umferð Dominos-deildar kvenna KR og Keflavík voru jöfn að stigum fyrir leik liðanna í vesturbæ Reykjavíkur, tveimur sigrum á eftir Val. Keflavík átti leik til góða. Keflavík byrjaði betur en KR náði snemma forystunni og hélt henni til hálfleiks, staðan þá 39-34. Í seinni hálfleik fór allt úr skorðum hjá Keflavík og KR gékk á lagið. Aðeins 19 stig voru skoruð í þriðja leikhluta, KR skoraði 14 stig gegn 5 stigum Keflavíkur. Það gékk allt á afturfótunum í sókn Keflavíkur, skotin fóru víðsfjærri körfuhringnum. KR átti engan stjörnuleik en sigurinn var öruggur, 69-47. Keflavík skoraði aðeins 12 stig í seinni hálfleik. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 20 stig en Hildur Björg Kjartansdóttir átti fínan leik, skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Daniela Morillo var stigahæst hjá Keflavík, skoraði 24 stig og tók 14 fráköst en skotnýting hennar var arfaslök líkt og hjá félögum hennar í liðinu. Haukar mættu í Borgarnes með fimm sigra í farteskinu, í þeirri sigurhrinu höfðu Haukar unnið topplið Vals og KR. Skallagrímur vann leik liðanna í lok nóvember og það var snemma ljóst að Haukar ættu í basli. Emilie Hesseldal skoraði 27 stig og tók 17 fráköst fyrir Skallagrím, Keira Robinson skoraði 19 stig og fyrirliðinn Sigrún Ámundadóttir skoraði 11 stig og tók 13 fráköst. Skallagrímur vann 73-59 og jafnaði Hauka að stigum. Liðin eru með 18 stig. Randi Brown var langstigahæst hjá Haukum, skoraði 31 stig. Snæfell hafði forystuna allan tímann gegn Breiðabliki í leik liðanna í Stykkishólmi. Staðan eftir 1. leikhluta 21-10 en í hálfleik munaði 8 stigum á liðunum. Breiðablik minnkaði muninn í 3 stig í byrjun seinni hálfleiks og Snæfell lét forystuna ekki af hendi og vann 67-61. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik, skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Amarah Coleman kom næst með 18 stig. Danni Williams var í sérflokki hjá Breiðabliki, skoraði 34 stig og tók 10 fráköst. Hún hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Williams er stigahæst í deildinni, með 30 stig að meðaltali og næst hæst í fráköstunum, með 13,3 að meðaltali í vetur. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í gær en Arnar Björnsson gerði leikjunum skil í innslagi sínum í Sportpakkanum. Grindavík tapaði öllum leikjum sínum fyrir áramót en vann sinn 1. sigur gegn Breiðabliki 4. janúar í 1. leiknum á nýju ári. Í gærkvöldi var efsta liðið, Valur í heimsókn. Það var erfitt að merkja að liðin væru á sitt hvorum enda stigatöflunnar. Grindavík byrjaði vel og var með fjögurra stiga forystu eftir 1. leikhluta og þegar 2 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var munurinn kominn í 12 stig, Grindavík hafði þá skorað 13 stig í röð. Þrefaldir meistarar tóku þá við sér, munurinn í hálfleik var 5 stig. Þegar 4 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Grindavík með 11 stiga forystu en Valur svaraði með 14 stigum í röð. Kiana Johnson fór fyrir Valsliðinu, skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir var næststigahæst, skoraði 18 stig. Lokakaflinn var spennandi. Bríet Sif Hinriksdóttir fylgdi eftir frábærum leik gegn Breiðabliki, skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. Jordan Reynolds var næst stigahæst, skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Svo fór að Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sigurinn með minnsta mun, 74-73. Grindavíkurliðið hefur sýnt í tveimur síðustu leikjum að það býr margt í liðinu og það verður spennandi að sjá hvernig því vegnar í næstu leikjum. Klippa: Uppgjör á 15. umferð Dominos-deildar kvenna KR og Keflavík voru jöfn að stigum fyrir leik liðanna í vesturbæ Reykjavíkur, tveimur sigrum á eftir Val. Keflavík átti leik til góða. Keflavík byrjaði betur en KR náði snemma forystunni og hélt henni til hálfleiks, staðan þá 39-34. Í seinni hálfleik fór allt úr skorðum hjá Keflavík og KR gékk á lagið. Aðeins 19 stig voru skoruð í þriðja leikhluta, KR skoraði 14 stig gegn 5 stigum Keflavíkur. Það gékk allt á afturfótunum í sókn Keflavíkur, skotin fóru víðsfjærri körfuhringnum. KR átti engan stjörnuleik en sigurinn var öruggur, 69-47. Keflavík skoraði aðeins 12 stig í seinni hálfleik. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 20 stig en Hildur Björg Kjartansdóttir átti fínan leik, skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Daniela Morillo var stigahæst hjá Keflavík, skoraði 24 stig og tók 14 fráköst en skotnýting hennar var arfaslök líkt og hjá félögum hennar í liðinu. Haukar mættu í Borgarnes með fimm sigra í farteskinu, í þeirri sigurhrinu höfðu Haukar unnið topplið Vals og KR. Skallagrímur vann leik liðanna í lok nóvember og það var snemma ljóst að Haukar ættu í basli. Emilie Hesseldal skoraði 27 stig og tók 17 fráköst fyrir Skallagrím, Keira Robinson skoraði 19 stig og fyrirliðinn Sigrún Ámundadóttir skoraði 11 stig og tók 13 fráköst. Skallagrímur vann 73-59 og jafnaði Hauka að stigum. Liðin eru með 18 stig. Randi Brown var langstigahæst hjá Haukum, skoraði 31 stig. Snæfell hafði forystuna allan tímann gegn Breiðabliki í leik liðanna í Stykkishólmi. Staðan eftir 1. leikhluta 21-10 en í hálfleik munaði 8 stigum á liðunum. Breiðablik minnkaði muninn í 3 stig í byrjun seinni hálfleiks og Snæfell lét forystuna ekki af hendi og vann 67-61. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik, skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Amarah Coleman kom næst með 18 stig. Danni Williams var í sérflokki hjá Breiðabliki, skoraði 34 stig og tók 10 fráköst. Hún hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Williams er stigahæst í deildinni, með 30 stig að meðaltali og næst hæst í fráköstunum, með 13,3 að meðaltali í vetur.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira