Sportpakkinn: Naumur sigur toppliðsins á botnliðinu og KR valtaði yfir Keflavík Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2020 18:00 vísir/bára Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í gær en Arnar Björnsson gerði leikjunum skil í innslagi sínum í Sportpakkanum. Grindavík tapaði öllum leikjum sínum fyrir áramót en vann sinn 1. sigur gegn Breiðabliki 4. janúar í 1. leiknum á nýju ári. Í gærkvöldi var efsta liðið, Valur í heimsókn. Það var erfitt að merkja að liðin væru á sitt hvorum enda stigatöflunnar. Grindavík byrjaði vel og var með fjögurra stiga forystu eftir 1. leikhluta og þegar 2 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var munurinn kominn í 12 stig, Grindavík hafði þá skorað 13 stig í röð. Þrefaldir meistarar tóku þá við sér, munurinn í hálfleik var 5 stig. Þegar 4 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Grindavík með 11 stiga forystu en Valur svaraði með 14 stigum í röð. Kiana Johnson fór fyrir Valsliðinu, skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir var næststigahæst, skoraði 18 stig. Lokakaflinn var spennandi. Bríet Sif Hinriksdóttir fylgdi eftir frábærum leik gegn Breiðabliki, skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. Jordan Reynolds var næst stigahæst, skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Svo fór að Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sigurinn með minnsta mun, 74-73. Grindavíkurliðið hefur sýnt í tveimur síðustu leikjum að það býr margt í liðinu og það verður spennandi að sjá hvernig því vegnar í næstu leikjum. Klippa: Uppgjör á 15. umferð Dominos-deildar kvenna KR og Keflavík voru jöfn að stigum fyrir leik liðanna í vesturbæ Reykjavíkur, tveimur sigrum á eftir Val. Keflavík átti leik til góða. Keflavík byrjaði betur en KR náði snemma forystunni og hélt henni til hálfleiks, staðan þá 39-34. Í seinni hálfleik fór allt úr skorðum hjá Keflavík og KR gékk á lagið. Aðeins 19 stig voru skoruð í þriðja leikhluta, KR skoraði 14 stig gegn 5 stigum Keflavíkur. Það gékk allt á afturfótunum í sókn Keflavíkur, skotin fóru víðsfjærri körfuhringnum. KR átti engan stjörnuleik en sigurinn var öruggur, 69-47. Keflavík skoraði aðeins 12 stig í seinni hálfleik. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 20 stig en Hildur Björg Kjartansdóttir átti fínan leik, skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Daniela Morillo var stigahæst hjá Keflavík, skoraði 24 stig og tók 14 fráköst en skotnýting hennar var arfaslök líkt og hjá félögum hennar í liðinu. Haukar mættu í Borgarnes með fimm sigra í farteskinu, í þeirri sigurhrinu höfðu Haukar unnið topplið Vals og KR. Skallagrímur vann leik liðanna í lok nóvember og það var snemma ljóst að Haukar ættu í basli. Emilie Hesseldal skoraði 27 stig og tók 17 fráköst fyrir Skallagrím, Keira Robinson skoraði 19 stig og fyrirliðinn Sigrún Ámundadóttir skoraði 11 stig og tók 13 fráköst. Skallagrímur vann 73-59 og jafnaði Hauka að stigum. Liðin eru með 18 stig. Randi Brown var langstigahæst hjá Haukum, skoraði 31 stig. Snæfell hafði forystuna allan tímann gegn Breiðabliki í leik liðanna í Stykkishólmi. Staðan eftir 1. leikhluta 21-10 en í hálfleik munaði 8 stigum á liðunum. Breiðablik minnkaði muninn í 3 stig í byrjun seinni hálfleiks og Snæfell lét forystuna ekki af hendi og vann 67-61. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik, skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Amarah Coleman kom næst með 18 stig. Danni Williams var í sérflokki hjá Breiðabliki, skoraði 34 stig og tók 10 fráköst. Hún hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Williams er stigahæst í deildinni, með 30 stig að meðaltali og næst hæst í fráköstunum, með 13,3 að meðaltali í vetur. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira
Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í gær en Arnar Björnsson gerði leikjunum skil í innslagi sínum í Sportpakkanum. Grindavík tapaði öllum leikjum sínum fyrir áramót en vann sinn 1. sigur gegn Breiðabliki 4. janúar í 1. leiknum á nýju ári. Í gærkvöldi var efsta liðið, Valur í heimsókn. Það var erfitt að merkja að liðin væru á sitt hvorum enda stigatöflunnar. Grindavík byrjaði vel og var með fjögurra stiga forystu eftir 1. leikhluta og þegar 2 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var munurinn kominn í 12 stig, Grindavík hafði þá skorað 13 stig í röð. Þrefaldir meistarar tóku þá við sér, munurinn í hálfleik var 5 stig. Þegar 4 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Grindavík með 11 stiga forystu en Valur svaraði með 14 stigum í röð. Kiana Johnson fór fyrir Valsliðinu, skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir var næststigahæst, skoraði 18 stig. Lokakaflinn var spennandi. Bríet Sif Hinriksdóttir fylgdi eftir frábærum leik gegn Breiðabliki, skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. Jordan Reynolds var næst stigahæst, skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Svo fór að Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sigurinn með minnsta mun, 74-73. Grindavíkurliðið hefur sýnt í tveimur síðustu leikjum að það býr margt í liðinu og það verður spennandi að sjá hvernig því vegnar í næstu leikjum. Klippa: Uppgjör á 15. umferð Dominos-deildar kvenna KR og Keflavík voru jöfn að stigum fyrir leik liðanna í vesturbæ Reykjavíkur, tveimur sigrum á eftir Val. Keflavík átti leik til góða. Keflavík byrjaði betur en KR náði snemma forystunni og hélt henni til hálfleiks, staðan þá 39-34. Í seinni hálfleik fór allt úr skorðum hjá Keflavík og KR gékk á lagið. Aðeins 19 stig voru skoruð í þriðja leikhluta, KR skoraði 14 stig gegn 5 stigum Keflavíkur. Það gékk allt á afturfótunum í sókn Keflavíkur, skotin fóru víðsfjærri körfuhringnum. KR átti engan stjörnuleik en sigurinn var öruggur, 69-47. Keflavík skoraði aðeins 12 stig í seinni hálfleik. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 20 stig en Hildur Björg Kjartansdóttir átti fínan leik, skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Daniela Morillo var stigahæst hjá Keflavík, skoraði 24 stig og tók 14 fráköst en skotnýting hennar var arfaslök líkt og hjá félögum hennar í liðinu. Haukar mættu í Borgarnes með fimm sigra í farteskinu, í þeirri sigurhrinu höfðu Haukar unnið topplið Vals og KR. Skallagrímur vann leik liðanna í lok nóvember og það var snemma ljóst að Haukar ættu í basli. Emilie Hesseldal skoraði 27 stig og tók 17 fráköst fyrir Skallagrím, Keira Robinson skoraði 19 stig og fyrirliðinn Sigrún Ámundadóttir skoraði 11 stig og tók 13 fráköst. Skallagrímur vann 73-59 og jafnaði Hauka að stigum. Liðin eru með 18 stig. Randi Brown var langstigahæst hjá Haukum, skoraði 31 stig. Snæfell hafði forystuna allan tímann gegn Breiðabliki í leik liðanna í Stykkishólmi. Staðan eftir 1. leikhluta 21-10 en í hálfleik munaði 8 stigum á liðunum. Breiðablik minnkaði muninn í 3 stig í byrjun seinni hálfleiks og Snæfell lét forystuna ekki af hendi og vann 67-61. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik, skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Amarah Coleman kom næst með 18 stig. Danni Williams var í sérflokki hjá Breiðabliki, skoraði 34 stig og tók 10 fráköst. Hún hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Williams er stigahæst í deildinni, með 30 stig að meðaltali og næst hæst í fráköstunum, með 13,3 að meðaltali í vetur.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira