Enski boltinn

Gerrard mun ekki segja já við „drauma­starfinu“ hjá Liver­pool fyrr hann er til­búinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir í goðsagnaleik Liverpool og Rangers fyrir ekki svo löngu.
Félagarnir í goðsagnaleik Liverpool og Rangers fyrir ekki svo löngu. vísir/getty

Steven Gerrard, núverandi stjóri Rangers í Skotlandi og fyrrum fyrirliði Liverpool til margra ára, var í áhugaverði spjalli í hlaðvarpsþætti fyrrum samherja síns hjá Liverpool, Jamie Carragher.

Carragher heldur úti hlaðvarpinu Greatest Game en þar ræddu Liverpool-samherjarnir saman um þjálfaraferil Gerrard sem og leikmannaferilinn.

Gerrard er nú stjóri Rangers en hann kom þaðan eftir að hafa verið að þjálfa U18-ára lið Liverpool. Hann var efins um hvort að hann væri að taka rétt skref að fara til Skotlands.

„Ég held að allir vissu það - fjölmiðlarnir, allir hjá Rangers og ég sjálfur að ég þyrfti tíma til þess að læra á starfið. Ég er að gera mistök og mun halda áfram að gera mistök,“ sagði Gerrard og hélt áfram:

„Þú getur ekki hraðspólað og verið kominn með reynslu. Það eru engar styttri leiðir. Þetta kemur bara. Þegar tilboðið frá Rangers kom hugsaði ég hvort að ég ætti að vera áfram hjá Liverpool en þá hugsaði ég einnig hvort að þetta væri ekki bara það sem ég þurfti.“

„Kannski var þetta bara gert fyrir mig. Ég fékk mjög góða tilfinningu en þetta kom of snemma,“ sagði Gerrard sem hoppaði þó á vagninn og hefur gert frábæra hluti með Rangers.







Talið barst svo aftur að endurkomunni til Liverpool og stjórastarfinu þar en Jurgen Klopp sagði á dögunum að hann yrði fullkominn í starfið.

„Ég mun ekki taka við Liverpool bara útaf því sem Jurgen sagði. Ég er það þroskaður að ég veit að ég þarf að gera tilbúinn fyrir Liverpool starfið.“

„Ef Liverpool ákveður eftir Klopp að það sé betri kandídat en ég á þeim tíma þá er það ekkert vandamál. Fyrir mig er þetta að vera besta útgáfan af þér ef tækifærið kemst. Ef það kemur eftir tvö ár eða tíu ár, ekkert mál.“

„Ég mun ekki þjálfa í 20-30 ár. Ég vil þjálfa í toppnum á ensku úrvalsdeildinni á einhverjum tímapunkti. Það fullkomna væri að taka við Liverpool en ég er ekki það vitlaust að ég hugsi að ég fái starfið bara því ég var góður leikmaður hjá félaginu.“

„En markmið mitt og draumur er að þjálfa Liverpool. Auðvitað er það draumurinn. Ég væri að ljúga ef ég segði eitthvað annað,“ sagði Gerrard að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×