Körfubolti

Evrópuflakkari frá Litháen gerir tveggja ára samning við Þór

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adomas Drungilas spilaði fyrir yngri landslið Litháa á HM U19 á sínum tíma.
Adomas Drungilas spilaði fyrir yngri landslið Litháa á HM U19 á sínum tíma. Getty/Hannah Peters

Þór úr Þorlákshöfn hefur náð samkomulagi við stóran leikmann frá Litháen og mun hann spila með liðinu í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur.

Hafnarfréttir segja frá því að Þórsarar séu búnir að gera tveggja ára samning við Adomas Drungilas.

Þórsarar binda samkvæmt frétt Hafnarfrétta vonir við að Adomas muni þétta raðirnar í kringum körfuna og vera leiðtogi innan liðsins þar sem hann býr yfir töluverðri reynslu úr atvinnumennsku.

Adomas Drungilas heldur upp á þrítugsafmælið sitt í október en hann er 203 sentímetra strákur sem spilar bæði sem kraftframherji og miðherji.

Adomas Drungilas spilaði síðast í sameiginlegri deild hjá Eistum og Lettum og var þá með fínar tölur hjá Tartu Ulikool/Rock sem er frá Eistlandi.

Adomas Drungilas var með 16,4 stig, 9,5 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik og hitti úr yfir 40 prósent þriggja stiga skota sinna.

Adomas Drungilas hefur verið að elta ævintýrin fyrir utan Litháen á síðustu tímabilum en Ísland verður sjöunda landið sem hann spilar í frá árinu 2016. Drungilas hefur síðan spilað í Austurríki, í Ungverjalandi, á Ítalíu, í Rúmeníu, í Frakklandi og nú síðast í Eistlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×