Viðskipti innlent

Tap upp á 212 milljónir hjá Torgi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Torg gefur meðal annars út Fréttablaðið.
Torg gefur meðal annars út Fréttablaðið. Vísir/Vilhelm

Torg ehf., sem gefur út Fréttablaðið og DV, tapaði 212 milljónum króna á síðasta ári. Rekstrartap félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 59 milljónir króna.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að afskriftir ársins 2019 hafi numið 138 milljónum. Þá hafi kostnaður vegna sameiningar fyrirtækja verið færður til gjalda á síðasta ári og er það sagt hafa haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins.

Rekstrartekjur félagsins eru þá sagðar hafa numið 2,3 milljörðum króna og er það 10 prósenta samdráttur miðað við árið á undan. Eins og áður sagði rekur Torg Fréttablaðið og DV, en einnig Hringbraut, Eyjuna, Pressuna, 433 og fleiri vefmiðla. Hjá Torgi starfa um það bil 100 manns.

„Á liðnu rekstrarári keypti félagið eigin prentvél sem annast prentun Fréttablaðsins og DV,“ segir í frétt Fréttablaðsins um málið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.