Körfubolti

Grindvíkingar semja við rúmlega tveggja metra Eista

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joonas Jarvelainen mun styrkja lið Grindvíkinga í vetur.
Joonas Jarvelainen mun styrkja lið Grindvíkinga í vetur. Mynd/GrindavíkEistneski miðherjinn Joonas Jarvelainen mun spila með Grindvíkingum í Domino´s deild karla í körfubolta á komandi tímabili.

Grindvíkingar sögðu frá liðstyrknum á fésbókarsíðu sinni í dag en Joonas er 202 sentimetrar á hæð og getur leyst stöðu miðherja en líka spilað sem stór framherji.

„Hann býr yfir góðum sóknarhæfileikum og var til að mynda stigahæsti leikmaðurinn í efstu deildinni í Eistlandi á síðustu leiktíð. Hann hefur einmitt spilað lungað úr sínum ferli í Eistlandi en spilaði einnig tvö tímabil í Bretlandi með ágætum árangri. Hópurinn er að verða nokkuð þéttur og hlökkum til að sjá hann á parketinu sem fyrst,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur í samtali við Grindavíkursíðuna.

Joonas Jarvelainen hefur mikla reynslu en hann er þrítugur að aldri og á að baki nokkuð farsælan feril í heimalandi sínu.

Joonas Jarvelainen lék með Tal Tech í eistnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og var með 18,35 stig að meðaltali í leik en enginn skoraði fleiri heildarstig en hann. Jarvelainen getur skotið enda var hann með yfir tvær þriggja stiga körfur að meðaltali í leik og alls 36 prósent nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna.

Tímabilin 2017-18 og 2018-19 þá reyndi Joonas Jarvelainen fyrir sér hjá enska félaginu Plymouth University Raiders. Hann var með 14,2 og 5,7 fráköst að meðaltali fyrra tímabilið en það seinna var hann með 12,2 stig og 3,9 fráköst í leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.