Viðskipti innlent

Dróst að fá upp­lýsingar um raf­orku­reikning stór­iðjunnar

Birgir Olgeirsson skrifar

Óháðri úttekt á samkeppnishæfni stóriðju hér á landi hefur seinkað um þrjá mánuði vegna þess að það tók lengri tíma en búist var við að fá nauðsynlegar upplýsingar um hvað stóriðjan greiðir fyrir raforkuna, að sögn iðnaðarráðherra. Hún telur best að allir samningar yrðu opinberaðir.

Í febrúar var tilkynnt að fyrirtækið Fraunhofer myndi gera úttekt á samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi með sérstakri áherslu á raforkukostnað. Átti úttektinni að ljúka með skýrslu til stjórnvalda fyrir lok maí. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra, fór yfir stöðu mála á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Hún er nú sögð væntanlega í lok þessa mánaðar.

„Það tók lengri tíma en við höfðum áætlað að fá þessar upplýsingar frá fyrirtækjunum. Menn vildu vera vissir um að það væri heimilt og að allir ætluðu að gera það,“ segir Þórdís Kolbrún sem bendir á að það sé háð samþykki beggja aðila að upplýsa um innihald samninga um kaup á raforku.

ÍSAL, sem rekur álverið í Straumsvík, hefur sakað Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum þegar kemur að kaupum á raforku og hótað að hætta starfsemi fái það ekki lægra raforkuverð. Þórdís Kolbrún segist ekki geta sagt til um hvort að úttektin geti liðkað til fyrir viðræðum ÍSAL og Landsvirkjunar en að hún telji mikilvægt að raforkusamningar verði opinberaðir.

„Við verðum bara að sjá hvort umræðan fer þegar þessi greiningarvinna liggur fyrir,“ segir hún.


Tengdar fréttir

Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu

Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.

Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun

Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,9
82
106.936
ICESEA
0,41
2
6.086
VIS
0,32
9
191.838
ORIGO
0,24
3
1.239
BRIM
0
5
2.969

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,57
32
267.439
ARION
-1,24
25
511.397
HAGA
-1,24
10
421.666
SIMINN
-1,19
5
124.815
EIK
-1,13
3
4.919
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.