Gagnrýnir nýja skilmála Borgunar harðlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2020 06:33 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SF. Vísir/Arnar Á föstudag tilkynnti fjármálafyrirtækið Borgun um skilmálabreytingar sem fela í sér innleiðingu svokallaðrar veltutryggingu þann 1. október næstkomandi. Með henni ætlar fyrirtækið sér að halda eftir 10 prósentum heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjörum. Tryggingunni er haldið eftir í sex mánuði. Þetta kemur fram í bréfi Borgunar til fyrirtækja sem það á viðskipti við. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir Borgun í órétti. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, það vera skýra afstöðu samtakanna að greiðslur fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt skuli inntar af hendi af hálfu greiðslumiðlunarfyrirtækja. Í bréfi Borgunar kemur fram að tryggingunni sé komið á til varnar aukinni endurkröfuáhættu, en kórónuveirufaraldurinn og sveiflur í uppgangi hans hafa valdið því að afbóka eða aflýsa hefur þurft mörgum skipulögðum ferðum í ferðaþjónustuiðnaðinum, með tilheyrandi endurgreiðslukröfum ferðamanna á hendur ferðaþjónustufyrirtækjum. Blaðið hefur þá eftir Jóhannesi að ráðstöfun Borgunar sé nýtt útspil í „langri röð vandamála sem tengjast skilmálum kortafyrirtækja.“ Samtök ferðaþjónustunnar hafi látið gera lögfræðilegar úttektir og afstaða þeirra sé skýr. Búið sé að koma henni skilmerkilega til skila til þriggja stærstu greiðslumiðlunarfyrirtækjanna, Borgunar, Valitors og Korta. Þá segir Jóhannes að þótt eðlilegt sé að fyrirtækin vilji tryggja sig gagnvart aukinni áhættu í viðskiptum í ferðaþjónustu komi ekki til greina að þau haldi eftir tíu prósentum greiðslna fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt. Þau eigi að skila slíkum greiðslum á réttum tíma. Það er mat Jóhannesar að þau séu ekki undir neinum kringumstæðum í rétti til þess að halda slíkum greiðslum eftir. „Hins vegar er það algjörlega klárt að þegar að þjónusta hefur verið veitt að þá er engin áhætta lengur til staðar fyrir kortafyrirtækin. Og það er algjörlega óásættanlegt af okkar hálfu og jaðrar við lögbrot, myndi ég telja, að fyrirtækin haldi eftir greiðslum vegna þjónustu sem hefur verið veitt,“ hefur blaðið eftir Jóhannesi að lokum. Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Á föstudag tilkynnti fjármálafyrirtækið Borgun um skilmálabreytingar sem fela í sér innleiðingu svokallaðrar veltutryggingu þann 1. október næstkomandi. Með henni ætlar fyrirtækið sér að halda eftir 10 prósentum heildarfjárhæðar allra færslna á uppgjörum. Tryggingunni er haldið eftir í sex mánuði. Þetta kemur fram í bréfi Borgunar til fyrirtækja sem það á viðskipti við. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir Borgun í órétti. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, það vera skýra afstöðu samtakanna að greiðslur fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt skuli inntar af hendi af hálfu greiðslumiðlunarfyrirtækja. Í bréfi Borgunar kemur fram að tryggingunni sé komið á til varnar aukinni endurkröfuáhættu, en kórónuveirufaraldurinn og sveiflur í uppgangi hans hafa valdið því að afbóka eða aflýsa hefur þurft mörgum skipulögðum ferðum í ferðaþjónustuiðnaðinum, með tilheyrandi endurgreiðslukröfum ferðamanna á hendur ferðaþjónustufyrirtækjum. Blaðið hefur þá eftir Jóhannesi að ráðstöfun Borgunar sé nýtt útspil í „langri röð vandamála sem tengjast skilmálum kortafyrirtækja.“ Samtök ferðaþjónustunnar hafi látið gera lögfræðilegar úttektir og afstaða þeirra sé skýr. Búið sé að koma henni skilmerkilega til skila til þriggja stærstu greiðslumiðlunarfyrirtækjanna, Borgunar, Valitors og Korta. Þá segir Jóhannes að þótt eðlilegt sé að fyrirtækin vilji tryggja sig gagnvart aukinni áhættu í viðskiptum í ferðaþjónustu komi ekki til greina að þau haldi eftir tíu prósentum greiðslna fyrir þjónustu sem þegar hefur verið veitt. Þau eigi að skila slíkum greiðslum á réttum tíma. Það er mat Jóhannesar að þau séu ekki undir neinum kringumstæðum í rétti til þess að halda slíkum greiðslum eftir. „Hins vegar er það algjörlega klárt að þegar að þjónusta hefur verið veitt að þá er engin áhætta lengur til staðar fyrir kortafyrirtækin. Og það er algjörlega óásættanlegt af okkar hálfu og jaðrar við lögbrot, myndi ég telja, að fyrirtækin haldi eftir greiðslum vegna þjónustu sem hefur verið veitt,“ hefur blaðið eftir Jóhannesi að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira