Hin sterka samtenging Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. ágúst 2020 17:30 Ég les að Gunnari Smára finnist Viðreisn skrýtinn flokkur. Ég get svo sem skilið að ýmsir telji flokkinn sérstakan þar sem við tilheyrum ekki hinni gömlu pólitísku skilgreiningu um hægri og vinstri. Við erum óþægileg af því að við erum ekki hefðbundin, sjáum ekki veröldina svarta eða hvíta, landsbyggð gegn þéttbýli, kapítalið gegn verkalýð. Þorum að segja að þetta þurfi ekki að vera spurning um annað hvort eða, heldur að lykilorðið í þessu samhengi sé orðið “OG”. Hin sterka samtenging. Ég hef orðið þess ítrekað áskynja að þetta finnist flokkum, bæði gömlum sem nýjum vera ákveðin ógn. Í eina röndina segir fólk í VG okkur vera allt of hægri sinnuð meðan að Sjálfstæðisflokkurinn telur okkur vera óttalegan krataflokk. Nýju flokkunum á jöðrunum finnst við einnig trufla þeirra svarthvítu veröld. Sósíalistaflokkurinn telur okkur tala allt of mikið fyrir samkeppnishæfu atvinnulífi og fjölbreytni í rekstri meðan að í hugarheimi Miðflokks erum við of frjálslynd, sér í lagi þegar kemur að mannréttindum, alþjóðasamstarfi og fjölbreytileika samfélagsins. Við Íslendingar höfum nú þegar upplifað að hefðbundinn vinstri flokkur sem fór með himinskautum í stjórnarandstöðu í tali sínu um réttlæti og sanngirni leiðir í dag ríkisstjórn. En nú er annað upp á teningnum. Í ríkisstjórn, sem leggur sig fram við að næra púkann á fjósbitanum í formi sérhagsmunaafla og þar með helstu bakhjarla stjórnarflokkanna. Gerir lítið sem ekkert til að tryggja að auðlindir verði raunverulega í sameign þjóðarinnar. Gamla kerfið og gömlu hagsmunirnir eru tryggari en sést hefur í langan tíma. Í skjóli vinstri flokks. Sé ekki að neitt muni breytast með tilkomu Sósíalistaflokksins, sem reynir hvað hann getur að vera það sem VG var. Gunnar Smári dregur sérstaklega fram skoðun Söru Daggar Svanhildardóttur Viðreisnarkonu og bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans á skólamálum á Facebook síðu sinni. Hann gerir sér far um að tortryggja hana sem einstakling vegna starfa hennar hjá Samtökum verslunar og þjónustu og fer í kunnuglega nálgun fyrri tíma stjórnmála. Að Sara Dögg vinni fyrir vondu fyrirtækin (sem eru meðal annars skólar) og geti því ekki lagt neitt málefnalegt fram. Sara Dögg hefur alltaf komið til dyranna eins og hún er klædd. Hún hefur margþætta reynslu af skólamálum og var m.a. lengi skólastjóri Hjallastefnunnar. Fyrir utan að vera baráttukona fyrir réttindum minnihlutahópa og þeirra sem eiga undir högg að sækja. Hún hefur veitt meirihlutanum í Garðabæ öflugt aðhald og lagt fram fjölbreyttar tillögur sem snerta meðal annars málefni eldri borgara, fatlaðra, barna, ungmenna, skóla, menningar, lista, reksturs og fjármála. Það er rétt að Viðreisn telur mikilvægt að fjölbreytt rekstrarform bæði í heilbrigðis- og menntakerfinu verði viðurkennd. Ekki vegna þess að markmiðið sé einkarekstur einn og sér heldur að velferð hvers og eins verði tryggð og þekking sem best nýtt. Í þágu einstaklinga og samfélags. Að fjölbreytni í rekstri geti leitt til fjölbreyttari úrræða fyrir einstaklinga og hópa með mismunandi þarfir og foreldrar geti valið um leiðir sem henta þeirra eigin börnum. Ef þetta stuðlar síðan að betri rekstri og nýtingu fjármuna er það bónus fyrir alla. Við erum vonandi langflest sammála því að hið opinbera beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni og hún verði fremstu röð. Það sama gildir um menntakerfið. Við verðum að tryggja jöfn tækifæri allra, að allir finni til öryggis, samkenndar og njóti góðrar þjónustu. Það útilokar hins vegar ekki að einkaaðilar geti einnig komið að því að sinna þeirri þjónustu sem við þurfum á að halda. Alveg eins og gert er á Norðurlöndum með góðum árangri. Það hefur sýnt sig að samstarf hins opinbera við sjálfstætt starfandi aðila eins og Krabbameinsfélagið, Hugarafl, hjúkrunarheimilin, sjúkraþjálfara, tannlækna, Háskólann í Reykjavík, Arnarskóla, Hjallastefnuna, Ísaksskóla, Tækniskólann og Verslunarskólann hefur frekar styrkt samfélagið en hitt. Svo ég nefni nú ekki hið ógurlega fyrirtæki Íslenska erfðagreiningu. Og jafnvel gert það að verkum að við nýtum þekkingu, dýrmætan tíma og fjármagn betur en ella hefði verið. Fæstir þessara aðila greiða arð heldur er rekstrarafgangur notaður til áframhaldandi innri uppbyggingar. En svo eru auðvitað til aðilar sem vilja út frá hugmyndafræði að fólk, sem þarf t.d. að fara í liðskiptaaðgerðir, bíði frekar mánuðum saman á ríkisbiðlistum og bryðji pillur. Í stað þess að sinna fólkinu strax og auka lífsgæði þess í samvinnu við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólk. Eftir skýrt afmörkuðum reglum og viðmiðum. Gunnar Smári heggur síðan að ósekju að Samfylkingunni. Ekki ætla ég að halda hlífiskildi yfir Samfylkingunni en honum til hugarhægðar þá er rétt að draga fram að réttilega hafa það verið fulltrúar Viðreisnar í Borgarstjórn sem hafa gætt þess að mál hinna sjálfstæðu skóla hafa verið tekin til málefnalegrar umfjöllunar og afgreiðslu. Með það í huga að tryggja fjölbreytni og valfrelsi í skólamálum fyrir borgarbúa. Og vissulega er hin “agalega” lækkun fasteignagjalda einnig tilkomin vegna setu Viðreisnar í meirihluta í borgarstjórn. Jafnframt áherslur um fjölbreyttar samgöngur í formi nýrra hjólaleiga í samstarfi við, já einmitt - einkaaðila. Svo eitthvað sé nefnt. Ég hef haft nokkuð gaman af Gunnari Smára. Hann hefur nú augljóslega fundið fjölina sína í gegnum Sósíalistaflokkinn og óska ég honum velfarnaðar. Hitt er síðan að í mínum huga er Sósíalistaflokkurinn ásamt Miðflokknum eins fjarri Viðreisn á hinu pólitíska litrófi og hægt er. Má vera að Gunnari Smára þyki það hið mesta hól. Það breytir ekki því að áfram verður verður jafn atkvæðisréttur, sanngjarnt auðlindagjald, sterkt velferðarkerfi, öflugt alþjóðasamstarf, nýr gjaldmiðill og samkeppnishæft atvinnulíf á dagskrá Viðreisnar. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég les að Gunnari Smára finnist Viðreisn skrýtinn flokkur. Ég get svo sem skilið að ýmsir telji flokkinn sérstakan þar sem við tilheyrum ekki hinni gömlu pólitísku skilgreiningu um hægri og vinstri. Við erum óþægileg af því að við erum ekki hefðbundin, sjáum ekki veröldina svarta eða hvíta, landsbyggð gegn þéttbýli, kapítalið gegn verkalýð. Þorum að segja að þetta þurfi ekki að vera spurning um annað hvort eða, heldur að lykilorðið í þessu samhengi sé orðið “OG”. Hin sterka samtenging. Ég hef orðið þess ítrekað áskynja að þetta finnist flokkum, bæði gömlum sem nýjum vera ákveðin ógn. Í eina röndina segir fólk í VG okkur vera allt of hægri sinnuð meðan að Sjálfstæðisflokkurinn telur okkur vera óttalegan krataflokk. Nýju flokkunum á jöðrunum finnst við einnig trufla þeirra svarthvítu veröld. Sósíalistaflokkurinn telur okkur tala allt of mikið fyrir samkeppnishæfu atvinnulífi og fjölbreytni í rekstri meðan að í hugarheimi Miðflokks erum við of frjálslynd, sér í lagi þegar kemur að mannréttindum, alþjóðasamstarfi og fjölbreytileika samfélagsins. Við Íslendingar höfum nú þegar upplifað að hefðbundinn vinstri flokkur sem fór með himinskautum í stjórnarandstöðu í tali sínu um réttlæti og sanngirni leiðir í dag ríkisstjórn. En nú er annað upp á teningnum. Í ríkisstjórn, sem leggur sig fram við að næra púkann á fjósbitanum í formi sérhagsmunaafla og þar með helstu bakhjarla stjórnarflokkanna. Gerir lítið sem ekkert til að tryggja að auðlindir verði raunverulega í sameign þjóðarinnar. Gamla kerfið og gömlu hagsmunirnir eru tryggari en sést hefur í langan tíma. Í skjóli vinstri flokks. Sé ekki að neitt muni breytast með tilkomu Sósíalistaflokksins, sem reynir hvað hann getur að vera það sem VG var. Gunnar Smári dregur sérstaklega fram skoðun Söru Daggar Svanhildardóttur Viðreisnarkonu og bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans á skólamálum á Facebook síðu sinni. Hann gerir sér far um að tortryggja hana sem einstakling vegna starfa hennar hjá Samtökum verslunar og þjónustu og fer í kunnuglega nálgun fyrri tíma stjórnmála. Að Sara Dögg vinni fyrir vondu fyrirtækin (sem eru meðal annars skólar) og geti því ekki lagt neitt málefnalegt fram. Sara Dögg hefur alltaf komið til dyranna eins og hún er klædd. Hún hefur margþætta reynslu af skólamálum og var m.a. lengi skólastjóri Hjallastefnunnar. Fyrir utan að vera baráttukona fyrir réttindum minnihlutahópa og þeirra sem eiga undir högg að sækja. Hún hefur veitt meirihlutanum í Garðabæ öflugt aðhald og lagt fram fjölbreyttar tillögur sem snerta meðal annars málefni eldri borgara, fatlaðra, barna, ungmenna, skóla, menningar, lista, reksturs og fjármála. Það er rétt að Viðreisn telur mikilvægt að fjölbreytt rekstrarform bæði í heilbrigðis- og menntakerfinu verði viðurkennd. Ekki vegna þess að markmiðið sé einkarekstur einn og sér heldur að velferð hvers og eins verði tryggð og þekking sem best nýtt. Í þágu einstaklinga og samfélags. Að fjölbreytni í rekstri geti leitt til fjölbreyttari úrræða fyrir einstaklinga og hópa með mismunandi þarfir og foreldrar geti valið um leiðir sem henta þeirra eigin börnum. Ef þetta stuðlar síðan að betri rekstri og nýtingu fjármuna er það bónus fyrir alla. Við erum vonandi langflest sammála því að hið opinbera beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni og hún verði fremstu röð. Það sama gildir um menntakerfið. Við verðum að tryggja jöfn tækifæri allra, að allir finni til öryggis, samkenndar og njóti góðrar þjónustu. Það útilokar hins vegar ekki að einkaaðilar geti einnig komið að því að sinna þeirri þjónustu sem við þurfum á að halda. Alveg eins og gert er á Norðurlöndum með góðum árangri. Það hefur sýnt sig að samstarf hins opinbera við sjálfstætt starfandi aðila eins og Krabbameinsfélagið, Hugarafl, hjúkrunarheimilin, sjúkraþjálfara, tannlækna, Háskólann í Reykjavík, Arnarskóla, Hjallastefnuna, Ísaksskóla, Tækniskólann og Verslunarskólann hefur frekar styrkt samfélagið en hitt. Svo ég nefni nú ekki hið ógurlega fyrirtæki Íslenska erfðagreiningu. Og jafnvel gert það að verkum að við nýtum þekkingu, dýrmætan tíma og fjármagn betur en ella hefði verið. Fæstir þessara aðila greiða arð heldur er rekstrarafgangur notaður til áframhaldandi innri uppbyggingar. En svo eru auðvitað til aðilar sem vilja út frá hugmyndafræði að fólk, sem þarf t.d. að fara í liðskiptaaðgerðir, bíði frekar mánuðum saman á ríkisbiðlistum og bryðji pillur. Í stað þess að sinna fólkinu strax og auka lífsgæði þess í samvinnu við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólk. Eftir skýrt afmörkuðum reglum og viðmiðum. Gunnar Smári heggur síðan að ósekju að Samfylkingunni. Ekki ætla ég að halda hlífiskildi yfir Samfylkingunni en honum til hugarhægðar þá er rétt að draga fram að réttilega hafa það verið fulltrúar Viðreisnar í Borgarstjórn sem hafa gætt þess að mál hinna sjálfstæðu skóla hafa verið tekin til málefnalegrar umfjöllunar og afgreiðslu. Með það í huga að tryggja fjölbreytni og valfrelsi í skólamálum fyrir borgarbúa. Og vissulega er hin “agalega” lækkun fasteignagjalda einnig tilkomin vegna setu Viðreisnar í meirihluta í borgarstjórn. Jafnframt áherslur um fjölbreyttar samgöngur í formi nýrra hjólaleiga í samstarfi við, já einmitt - einkaaðila. Svo eitthvað sé nefnt. Ég hef haft nokkuð gaman af Gunnari Smára. Hann hefur nú augljóslega fundið fjölina sína í gegnum Sósíalistaflokkinn og óska ég honum velfarnaðar. Hitt er síðan að í mínum huga er Sósíalistaflokkurinn ásamt Miðflokknum eins fjarri Viðreisn á hinu pólitíska litrófi og hægt er. Má vera að Gunnari Smára þyki það hið mesta hól. Það breytir ekki því að áfram verður verður jafn atkvæðisréttur, sanngjarnt auðlindagjald, sterkt velferðarkerfi, öflugt alþjóðasamstarf, nýr gjaldmiðill og samkeppnishæft atvinnulíf á dagskrá Viðreisnar. Höfundur er formaður Viðreisnar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun