Golf

Justin Thomas sigraði St. Jude Invitational

Ísak Hallmundarson skrifar
Justin Thomas er efstur á heimslistanum í golfi.
Justin Thomas er efstur á heimslistanum í golfi. getty/Keyur Khamar

Justin Thomas er orðinn efstur á heimslistanum í golfi eftir sigur á St. Jude Invitational mótinu í gær. Mótið er eitt af sterkustu mótunum á PGA-mótaröðinni, en efstu 50 kylfingarnir á heimslistanum hafa þátttökurétt á mótinu auk sigurvegara á sterkustu mótunum.

Thomas lék mótið á þrettán höggum undir pari og lék lokahringinn í gær á 65 höggum, fimm höggum undir pari. 

Fjórir kylfingar deildu öðru sætinu, þeir Phil Mickelson, Daniel Berger, Brooks Koepka og Tom Lewis voru allir á tíu höggum undir pari. 

Rickie Fowler lék á sjö höggum undir pari, rétt eins og Brendon Todd sem var efstur fyrir lokahringinn. Todd náði sér hinsvegar ekki á strik í gær og lék á fimm höggum yfir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.