Viðskipti erlent

Micros­oft heldur á­fram við­ræðum um kaup á TikTok

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Satya Nadella, framkvæmdastjóri Microsoft.
Satya Nadella, framkvæmdastjóri Microsoft. EPA/GIAN EHRENZELLER

Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við kínverska fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Framkvæmdastjóri Microsoft, Satya Nadella, ræddi málið við Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær, samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Trump hafði áður talað um möguleikann á því að hann myndi banna TikTok í Bandaríkjunum, og vísaði til áhyggja þess efnis að gögn sem fyrirtækið safnar kæmust í hendur kínverskra stjórnvalda. Þessar fyrirætlanir forsetans voru taldar geta sett kaup Microsoft á hluta miðilsins í hættu.

Microsoft segir í yfirlýsingu sinni að það sé vel meðvitað um mikilvægi þess að fjalla um og skoða það sem Trump hefur áhyggjur af. Vandlega verði farið yfir öryggismál er snúa að smáforritinu.

Microsoft vonast eftir því að geta lokið viðræðum við ByteDance fyrir miðjan september. Gangi kaupin eftir myndi Microsoft eignast TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.


Tengdar fréttir

Trump segist ætla að banna Tiktok

Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.