Viðskipti innlent

304 blað­berum Póst­dreifingar sagt upp

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Blaðberar Póstdreifingar sjá um útburð á Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, auk fleiri blaða og bæklinga.
Blaðberar Póstdreifingar sjá um útburð á Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, auk fleiri blaða og bæklinga. Vísir/Vilhelm

Póstdreifing, sem er í eigu Torgs og Árvakurs, útgefenda Fréttablaðsins og Morgunblaðsins, hefur sagt upp öllum blaðberum sínum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri, alls 304 einstaklingum. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en Kristín Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Póstdreifingar staðfestir það í samtali við Vísi.

Blaðberarnir sjá um útburð á Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, auk fleiri blaða og bæklinga. Uppsagnirnar taka gildi frá og með 1. ágúst, þ.e. á morgun, og eru blaðberarnir flestir með þriggja mánaða uppsagnarfrest.

Kristín segir í samtali við Ríkisútvarpið að flestir blaðberarnir verði ráðnir aftur með breyttu vinnufyrirkomulagi og að um endurskipulagningu sé að ræða. Haft verður samband við þá sem fá endurráðningu innan mánaðar. Þá gerir hún ekki ráð fyrir að röskun verði á starfsemi Póstdreifingar vegna þessa.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,43
13
174.486
EIK
2,33
7
106.910
EIM
1,44
7
184.158
MAREL
1,36
16
342.683
REGINN
1,31
14
63.048

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-1,67
12
472.073
ICEAIR
-1,41
94
128.771
HAGA
-1,02
9
117.877
SKEL
-0,96
1
310
SYN
-0,92
2
10.857
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.