Hafna því alfarið að hafa rúmlega tvöfaldað grímuverð á 23 mínútum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2020 14:38 Kvittanirnar fyrir grímukaupunum sjást hér. Mikill verðmunur á andlitsgrímum sem keyptar voru með 23 mínútna millibili í Lyf og heilsu í Hafnarfirði í dag skýrist af innkaupaverði hjá viðkomandi heildsölum. Verðið hafi alls ekki verið sérstaklega hækkað í dag vegna mikillar eftirspurnar. Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru kynntar í dag. Tveggja metra reglunni verður komið aftur á en þar sem ekki er hægt að tryggja hana skal fólk bera grímu. Þetta hefur orðið til þess að landsmenn flykkjast nú í apótek og aðrar verslanir til að fjárfesta í grímum. Viðskiptavini Lyfja og heilsu í Firðinum í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór þangað í tvær slíkar verslunarferðir í dag. Í fyrra skiptið kostuðu 20 þriggja laga andlitsgrímur 4.200 krónur en í seinni heimsókninni, 23 mínútum síðar, kostuðu samskonar grímur 9.960 krónur. Rúmlega tvöfalt dýrari, semsagt. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjum og heilsu í Hafnarfirði er það þó fjarri lagi að verðið á grímunum hafi verið hækkað vegna mikillar eftirspurnar eftir blaðamannafundinn í dag. Verðmunurinn skýrist af innkaupaverðinu hjá viðkomandi birgja. Kvittanirnar tvær fyrir umræddum kaupum sjást hér á mynd. Grímurnar sem eru til sölu í versluninni séu þannig í þremur verðflokkum. Stykkjaverð á ódýrustu grímunum er 210 krónur og þá er stykkjaverð á öðrum 498 krónur, líkt og kvittanirnar bera með sér. Svoleiðis hafi þær verið verðlagðar frá því að þær voru fyrst keyptar inn fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þá geti verið að grímurnar séu nákvæmlega eins en þrátt fyrir það verði apótekið að verðleggja þær á þennan hátt vegna verðlagningar viðkomandi heildsala. Apótekið reyni jafnframt að selja ódýrari grímurnar á undan þeim dýrari. Í þessu tilviki hafi þær ódýru líklega klárast eftir að maðurinn kom í fyrra skiptið og því hafi honum verið seldar dýrari grímur í seinna skiptið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22 Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Mikill verðmunur á andlitsgrímum sem keyptar voru með 23 mínútna millibili í Lyf og heilsu í Hafnarfirði í dag skýrist af innkaupaverði hjá viðkomandi heildsölum. Verðið hafi alls ekki verið sérstaklega hækkað í dag vegna mikillar eftirspurnar. Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru kynntar í dag. Tveggja metra reglunni verður komið aftur á en þar sem ekki er hægt að tryggja hana skal fólk bera grímu. Þetta hefur orðið til þess að landsmenn flykkjast nú í apótek og aðrar verslanir til að fjárfesta í grímum. Viðskiptavini Lyfja og heilsu í Firðinum í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór þangað í tvær slíkar verslunarferðir í dag. Í fyrra skiptið kostuðu 20 þriggja laga andlitsgrímur 4.200 krónur en í seinni heimsókninni, 23 mínútum síðar, kostuðu samskonar grímur 9.960 krónur. Rúmlega tvöfalt dýrari, semsagt. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjum og heilsu í Hafnarfirði er það þó fjarri lagi að verðið á grímunum hafi verið hækkað vegna mikillar eftirspurnar eftir blaðamannafundinn í dag. Verðmunurinn skýrist af innkaupaverðinu hjá viðkomandi birgja. Kvittanirnar tvær fyrir umræddum kaupum sjást hér á mynd. Grímurnar sem eru til sölu í versluninni séu þannig í þremur verðflokkum. Stykkjaverð á ódýrustu grímunum er 210 krónur og þá er stykkjaverð á öðrum 498 krónur, líkt og kvittanirnar bera með sér. Svoleiðis hafi þær verið verðlagðar frá því að þær voru fyrst keyptar inn fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þá geti verið að grímurnar séu nákvæmlega eins en þrátt fyrir það verði apótekið að verðleggja þær á þennan hátt vegna verðlagningar viðkomandi heildsala. Apótekið reyni jafnframt að selja ódýrari grímurnar á undan þeim dýrari. Í þessu tilviki hafi þær ódýru líklega klárast eftir að maðurinn kom í fyrra skiptið og því hafi honum verið seldar dýrari grímur í seinna skiptið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22 Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22
Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39
Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43