Viðskipti innlent

Ál­verið í Straums­vík orðið verð­laust

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Álver Rio Tinto í Straumsvík er verðlaust.
Álver Rio Tinto í Straumsvík er verðlaust. Vísir/Vilhelm

Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. Álverið er því verðlaust að því er fram kemur í frétt Viðskiptablaðsins.

Vænt tekjustreymi eignarinnar virðist ekki vera nægt og því hafi félagið metið eignina verðlausa. Ákvörðun hafi því verið tekin um að niðurfæra hana að fullu en það sama var gert við verksmiðjur félagsins í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Rio Tinto lagði á miðvikudag í síðustu viku fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem það mat það svo að Landsvirkjun misnotaði yfirburðarstöðu sina gagnvart ISAL.

Álframleiðsla félagsins hefur dregist saman um 2 prósent á heimsvísu á fyrri hluta ársins. Meðal skýringa sem gefnar eru er að ISAL verksmiðjan á Íslandi hafi aðeins verið rekin á 85 prósent getu. Um 500 manns vinna hjá álverinu.


Tengdar fréttir

Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu

Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.

Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun

Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,01
8
214.138
SIMINN
0,84
6
241.648
SYN
0,41
1
97
REITIR
0,2
1
509
ARION
0,14
12
114.562

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,82
5
22.388
KVIKA
-1,35
6
122.400
SKEL
-1,17
8
93.642
ICEAIR
-1,1
16
2.659
FESTI
-0,87
4
69.564
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.