Golf

Thompson stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open

Ísak Hallmundarson skrifar
Michael Thompson stóð uppi sem sigurvegari.
Michael Thompson stóð uppi sem sigurvegari. getty/Stacy Revere

Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson sigraði 3M Open golfmótið á PGA-mótaröðinni en lokahringurinn fór fram í dag. 

Thompson lék lokahringinn á 67 höggum, fjórum höggum undir pari, og var samtals á nítján höggum undir pari í mótinu.

Næstur á eftir honum var Adam Long sem lék á sautján höggum undir pari í mótinu en hann lék frábærlega á lokahringnum í dag, sem hann lék á 64 höggum eða sjö undir pari. 

Matthew Wolff var á fjórtán höggum undir pari í tólfta sætinu, Bubba Watson, Brooks Koepka og Luke Donald komust ekki í gegnum niðurskurðinn sem var eftir fyrstu tvo hringina. Það vantaði stór nöfn eins og Tiger Woods, Rory McIlroy, Jordan Spieth og Jon Rahm á mótinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.