Nýr leikur gerist á Íslandi: Fékk hugmyndina að framhaldi Senua á ferðalagi um landið Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 11:18 Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, fékk hugmyndina að leiknum á ferðalagi um Ísland. Leikurinn Senua's Saga: Hellblade 2 mun gerast á Íslandi. Þetta var tilkynnt á kynningu Microsoft á fimmtudaginn en fyrirtækið Ninja Theory framleiðir leikinn. Í myndbandi sem sýnt var á kynningunni fór Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, yfir það hvernig hann hafi fengið hugmyndina að framhaldsleiknum á ferð um Ísland og það hvernig framleiðsluferlið hefur verið. Hann segir teymi sitt hafa skapað níundu aldar útgáfu af Íslandi sem Senua, söguhetja leiksins, eigi að ferðast um. Þeirra útgáfa sé eins „raunveruleg“ og hægt hafi verið að hafa hana. Starfsmenn Ninja Theory og aðrir sem koma að leiknum ferðuðust til Íslands vegna vinnslunnar og tóku myndir, tóku upp hljóð og margt fleira vegna framleiðslunnar. Senua er stríðskona frá Orkneyjum og í fyrri leiknum yfirgaf hún eyjarnar eftir að víkingar brenndu þorp hennar og myrtu nánast alla sem þar bjuggu. Markmið hennar var að bjarga sál kærasta síns en leikurinn átti einnig að endurspegla baráttu fólks við geðræn vandamál. Hér að neðan má sjá umrætt myndband sem sýnt var á fimmtudaginn. Leikjavísir Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Leikurinn Senua's Saga: Hellblade 2 mun gerast á Íslandi. Þetta var tilkynnt á kynningu Microsoft á fimmtudaginn en fyrirtækið Ninja Theory framleiðir leikinn. Í myndbandi sem sýnt var á kynningunni fór Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, yfir það hvernig hann hafi fengið hugmyndina að framhaldsleiknum á ferð um Ísland og það hvernig framleiðsluferlið hefur verið. Hann segir teymi sitt hafa skapað níundu aldar útgáfu af Íslandi sem Senua, söguhetja leiksins, eigi að ferðast um. Þeirra útgáfa sé eins „raunveruleg“ og hægt hafi verið að hafa hana. Starfsmenn Ninja Theory og aðrir sem koma að leiknum ferðuðust til Íslands vegna vinnslunnar og tóku myndir, tóku upp hljóð og margt fleira vegna framleiðslunnar. Senua er stríðskona frá Orkneyjum og í fyrri leiknum yfirgaf hún eyjarnar eftir að víkingar brenndu þorp hennar og myrtu nánast alla sem þar bjuggu. Markmið hennar var að bjarga sál kærasta síns en leikurinn átti einnig að endurspegla baráttu fólks við geðræn vandamál. Hér að neðan má sjá umrætt myndband sem sýnt var á fimmtudaginn.
Leikjavísir Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira